Hver er nýjasti landsliðsmaður Íslands? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2020 09:00 Óskar Ólafsson gæti leikið sína fyrstu landsleiki í byrju næsta mánaðar. drammen Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, er eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Óskar er ekki ýkja þekktur hér á landi enda leikið allan sinn feril í Noregi og búið þar síðan hann var tveggja ára. „Þetta kom svolítið á óvart. Ég verð að viðurkenna það en þetta er alveg frábært,“ sagði Óskar aðspurður um landsliðsvalið í samtali við Vísi í gær. „Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Ísland, það er ekki spurning. Ég hef búið í Noregi síðan ég var tveggja ára en lék með yngri landsliðum Íslands. En ég er orðinn 26 ára þannig að það er smá tími síðan ég var þar,“ sagði Óskar sem er fæddur árið 1994. Hann kannast vel við jafnaldra sinn, Sigvalda Guðjónsson, sem er einnig í landsliðinu og hefur verið undanfarin misseri. „Ég var með Sigvalda og Janusi [Daða Smárasyni] í yngri landsliðunum. Sigvaldi spilaði líka fyrir Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Lítur á sig sem Íslending Þótt hann hafi búið í Noregi nánast alla sína tíð er hann bara með íslenskt ríkisfang og lítur á sig sem Íslending. „Mér líður eins og Íslendingi og við tölum íslensku heima. Það hefur aldrei komið til greina að fá norskan ríkisborgararétt,“ sagði Óskar. Hann er á sínu fimmta tímabili hjá Drammen en einn þekktasti handboltamaður Noregs, Kristian Kjelling, fékk hann þangað frá Follo 2016. Nýtt tækifærið í sókninni vel Óskar hefur aðallega verið þekktur sem varnarmaður en á þessu tímabili hefur hann fengið stærra hlutverk í sóknarleik Drammen. Hann hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti leikmaður Drammen á eftir Sindre André Aho. „Espen Lie Hansen, sem hefur leikið með norska landsliðinu, meiddist í byrjun tímabils og þá fékk ég tækifæri í sókninni og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Óskar. „Mér finnst mjög gaman að spila vörn. Það hefur verið mitt hlutverk og verið mjög fínt. En það er mjög gaman að fá tækifæri í sókninni.“ Eltingaleikurinn við Elverum Drammen er í 3. sæti norsku deildarinnar með þrettán stig, einu stigi á eftir toppliði Elverum sem á leik til góða. „Við höfum verið rétt á eftir Elverum öll árin mín í Drammen. Elverum hefur verið númer eitt og Arendal og Drammen þar rétt fyrir aftan,“ sagði Óskar. Hann segir að það hafi aldrei alvarlega komið til greina að spila á Íslandi, allavega ekki enn sem komið er. „Ég æfði með Val þegar Ólafur Stefánsson var þjálfari þar en það voru bara nokkrar æfingar,“ sagði Óskar. Hann hlakkar til að koma til móts við íslenska landsliðið og hefja landsliðsferilinn. „Ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Óskar að endingu. Norski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen, er eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen og Ísrael í undankeppni EM 2022 í byrjun næsta mánaðar. Óskar er ekki ýkja þekktur hér á landi enda leikið allan sinn feril í Noregi og búið þar síðan hann var tveggja ára. „Þetta kom svolítið á óvart. Ég verð að viðurkenna það en þetta er alveg frábært,“ sagði Óskar aðspurður um landsliðsvalið í samtali við Vísi í gær. „Mig hefur alltaf langað að spila fyrir Ísland, það er ekki spurning. Ég hef búið í Noregi síðan ég var tveggja ára en lék með yngri landsliðum Íslands. En ég er orðinn 26 ára þannig að það er smá tími síðan ég var þar,“ sagði Óskar sem er fæddur árið 1994. Hann kannast vel við jafnaldra sinn, Sigvalda Guðjónsson, sem er einnig í landsliðinu og hefur verið undanfarin misseri. „Ég var með Sigvalda og Janusi [Daða Smárasyni] í yngri landsliðunum. Sigvaldi spilaði líka fyrir Elverum í Noregi,“ sagði Óskar. Lítur á sig sem Íslending Þótt hann hafi búið í Noregi nánast alla sína tíð er hann bara með íslenskt ríkisfang og lítur á sig sem Íslending. „Mér líður eins og Íslendingi og við tölum íslensku heima. Það hefur aldrei komið til greina að fá norskan ríkisborgararétt,“ sagði Óskar. Hann er á sínu fimmta tímabili hjá Drammen en einn þekktasti handboltamaður Noregs, Kristian Kjelling, fékk hann þangað frá Follo 2016. Nýtt tækifærið í sókninni vel Óskar hefur aðallega verið þekktur sem varnarmaður en á þessu tímabili hefur hann fengið stærra hlutverk í sóknarleik Drammen. Hann hefur skorað 36 mörk í níu leikjum í norsku úrvalsdeildinni og er næstmarkahæsti leikmaður Drammen á eftir Sindre André Aho. „Espen Lie Hansen, sem hefur leikið með norska landsliðinu, meiddist í byrjun tímabils og þá fékk ég tækifæri í sókninni og það hefur gengið mjög vel,“ sagði Óskar. „Mér finnst mjög gaman að spila vörn. Það hefur verið mitt hlutverk og verið mjög fínt. En það er mjög gaman að fá tækifæri í sókninni.“ Eltingaleikurinn við Elverum Drammen er í 3. sæti norsku deildarinnar með þrettán stig, einu stigi á eftir toppliði Elverum sem á leik til góða. „Við höfum verið rétt á eftir Elverum öll árin mín í Drammen. Elverum hefur verið númer eitt og Arendal og Drammen þar rétt fyrir aftan,“ sagði Óskar. Hann segir að það hafi aldrei alvarlega komið til greina að spila á Íslandi, allavega ekki enn sem komið er. „Ég æfði með Val þegar Ólafur Stefánsson var þjálfari þar en það voru bara nokkrar æfingar,“ sagði Óskar. Hann hlakkar til að koma til móts við íslenska landsliðið og hefja landsliðsferilinn. „Ég er mjög spenntur. Ég verð að viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman,“ sagði Óskar að endingu.
Norski handboltinn Tengdar fréttir Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 „Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. 20. október 2020 08:01
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
„Norskur“ nýliði í íslenska hópnum sem mætir Litháen og Ísrael Einn nýliði er í nýjasta landsliðshópi Íslands í handbolta og Oddur Gretarsson fær tækifæri í stöðu vinstri hornamanns, þegar Ísland mætir Litháen og Ísrael í nóvember. 16. október 2020 14:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti