Tollasvindl er óþolandi Ólafur Stephensen skrifar 19. október 2020 17:31 Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar ekki svo; óprúttnir aðilar hafa stundað svindl á tollum svo lengi sem misháir tollar hafa verið lagðir á vörur í milliríkjaviðskiptum. Nú er svo komið að ekki er hægt að svindla á neinum tollum nema í viðskiptum með landbúnaðarvörur; þær eru einu vörurnar sem íslenzka ríkið leggur tolla á. Býr til ólögmætt samkeppnisforskot Félag atvinnurekenda er meðal annars hagsmunasamtök innflytjenda á matvörum. Út frá okkar bæjardyrum séð er tollasvindl í milliríkjaviðskiptum algjörlega óþolandi. Að sama skapi er óþolandi þegar látið er í veðri vaka að svindl sé útbreitt meðal innflytjenda. Flestir innflytjendur á matvörum eru með allt sitt á hreinu, fara í einu og öllu eftir lögum og reglum og greiða sína skatta og skyldur, þar á meðal tolla. Samkeppnisstaða fyrirtækja, sem fara þannig í einu og öllu að lögum, skerðist að sjálfsögðu ef einhverjir aðrir komast upp með að greiða ekki það sem þeim ber og öðlast þannig ólögmætt samkeppnisforskot. Sameiginlegt hagsmunamál Upplýsingar um meint misræmi í út- og innflutningstölum komu fram í viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna, í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn. Gunnar hafði þá jafnframt eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að fundið yrði út úr því í hverju misræmið lægi. Félag atvinnurekenda lét það verða sitt fyrsta verk að senda fjármálaráðuneytinu skeyti og taka undir það með Bændasamtökunum að afleitt væri ef inn- og útflutningstölum bæri ekki saman. Félagið bauð ennfremur fram aðstoð sína og félagsmanna sinna við ráðuneytið og tollstjóraembættið eftir því sem kostur væri. Greinarhöfundur hafði svo samband við Bændasamtökin til að útskýra að FA liti á það sem sameiginlegt hagsmunamál sitt og BÍ að komizt yrði til botns í málinu. Engin viðbrögð hafa borizt frá ráðuneytinu eða stofnunum þess við erindi FA og má taka undir það með Oddnýju Steinu Valsdóttur, varaformanni Bændasamtakanna, sem hún skrifaði á Vísi um að athugun á málinu gengi hægt. Rétt skal nefnilega vera rétt. Fólk getur haft mismunandi skoðanir á réttmæti hárra tolla rétt eins og annarra skatta og eflaust væri það þannig að skattsvik væru ekki eins útbreidd ef skattarnir væru lægri – en það er grundvallarforsenda fyrir sanngjarnri samkeppni að allir fari að lögum í þessu efni eins og öðrum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun