Ákæra rússneska hermenn fyrir skæðar tölvuárásir Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 19:03 Rússarnir sex eru sagðir starfa fyrir GRU, leyniþjónstu herafla Rússlands. AP/Andrew Harnik Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira