Nítján mánuðir síðan kraftaverkið í París færði Solskjær framtíðarstarfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 14:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar sigri Manchester United á Parc des Princes í París 6. mars 2019. Getty/Julian Finney Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er mættur aftur með lið sitt til borgarinnar þar sem hann vann sinn stærsta sigur sem knattspyrnustjóri Manchester United fyrir 594 dögum en það var sigurinn sem öðrum fremur færði honum framtíðarstjórastarf hjá Manchester United. Paris Saint Germain tekur í kvöld á móti Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.50. Það þykir því við hæfi að rifja upp stærstu stund Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United. "Of course everyone wants to be in the Champions League and play the top teams," says Ole."We ve drawn last season s finalists, semi-finalists and this is the first chance we'll have to play the best, which will be the biggest challenge for this team."#MUFC #UCL pic.twitter.com/wXI6CBSZQh— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Það bjuggust örugglega fáir við því að Ole Gunnar Solskjær yrði framtíðar knattspyrnustjóri Manchester United þegar Jose Mourinho var rekinn í desember 2018. Líkurnar jukust vissulega þegar hann tók við liðinu tímabundið en flestir voru á því að svo yrði kallað á stærra nafn. Manchester United liðið vann hins vegar átta fyrstu leikina undir hans stjórn þar af sex fyrstu deildarleikina. Ole Gunnar var kosinn knattspyrnustjóri mánaðarins í sínum fyrsta heila mánuði. United liðið náði alls í 25 stig í fyrstu níu deildarleikjum sínum undir stjórn Solskjær. Fyrsta tap Solskjær sem knattspyrnustjóra Manchester United kom aftur á móti á heimavelli á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitunum og auk þess að tapa 2-0 á heimavelli þá missti United einnig Paul Pogba í leikbann en hann hafði verið frábær eftir að Solskjær mætti á svæðið. Paris Saint Germain var með stjörnuprýtt lið sem var búið að bíða lengi eftir því að fara alla leið í Meistaradeildinni. Útlitið var því ekki bjart og tap í seinni leiknum hefði mögulega getað þýtt að yfirmenn Manchester United myndu finna sér nýjan knattspyrnustjóra um sumarið. watch on YouTube Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans tókst hins vegar að fara til Parísar og sækja sér sigurinn sem liðið þurfti. Romelu Lukaku kom Manchester United í 2-0 á fyrsta hálftímanum og Marcus Rashford tryggði United síðan 3-1 sigur og sæti í átta liða úrslitunum með marki úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Þetta var í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar sem lið tapar fyrri leiknum 2-0 á heimavelli en kemst samt áfram. Eftir þetta litla kraftaverk var fátt sem kom í veg fyrir að Solskjær yrði ráðinn knattspyrnustjóri til framtíðar. Leikurinn fór fram 6. mars og 28. mars skrifaði Solskjær undir þriggja ára samning um að taka við sem fastráðinn knattspyrnustjóri Manchester United. Liðið hafði þá unnið fjórtán af nítján leikjum sínum undir hans stjórn en það var samt sigurinn í París sem stóð upp úr. Þessi sigur í París fyrir nítján mánuðum og fjórtán dögum síðan er líka síðasti sigur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Solskjær því liðið komst ekki í Meistaradeildina á síðustu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira