„Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 20:05 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sat hinn rólegasti á meðan skjálftinn reið yfir. VÍSIR „Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
„Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28