Liverpool liðið fær ekki á sig mark með Fabinho í miðverði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 15:00 Fabinho í leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hann er ekki bara frábær miðjumaður heldur mjög góður miðvörður líka. EPA-EFE/Shaun Botterill Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Fabinho leysti í gærkvöldi miðvarðarstöðu hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þegar Liverpool vann 1-0 útisigur á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Virgil van Dijk sleit krossband í jafnteflinu á móti Everton um síðustu helgi og Joel Matip var einnig óleikfær vagna meiðsla sem hann hlaut í þeim sama leik. Fabinho's game by numbers vs. Ajax in the #UCL 75 touches 10 total duels 9 clearances 4 total aerial duels 4 tackles 4 interceptions 4 recoveries 1 block 1 goal-line clearanceAn impressive performance at the back. pic.twitter.com/5odgD2kcpU— Squawka Football (@Squawka) October 21, 2020 Fabinho hefur verið að gera flotta hluti inn á miðju Liverpool liðsins en hann er fjölhæfur leikmaður sem getur hoppað inn í margar stöður á vellinum. Fabinho lék vel í miðvarðarstöðunni í gær og Liverpool liðið hélt hreinu. Fabinho þurfti reyndar að bjarga einu sinni á marklínu og Adrian varði líka úr dauðafæri en Ajax mönnum tókst ekki að skora eða fá eitthvað út úr leiknum. Eftir smá grúsk þá komust menn líka að því að það hefur gengið vel hjá Liverpool liðinu að verjast með Fabinho í miðri vörninni. | Fabinho s four games in the Premier League and Champions League when starting at centre-half: Jan 2019: 1-0 vs. Brighton Feb 2019: 0-0 vs. Bayern Munich Sep 2020 2-0 vs. Chelsea Oct 2020: 1-0 vs. Ajax Loves a clean sheet! pic.twitter.com/5WXWGMZEyR— The Kopite (@TheKopiteOFF) October 22, 2020 Leikurinn í gær var fjórði byrjunarliðsleikur hans í miðverði í ensku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni og í engum þeirra hefur mótherjunum tekist að skora. Leikirnir eru eftirtaldir: Fabinho lék með Joe Gomez í miðverði í 1-0 sigri á Ajax í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 2-0 sigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge 20. september síðastliðinn. Fabinho lék með Joel Matip í miðverði í 0-0 jafntefli á móti Bayern München á Anfield í Meistaradeildinni 19. febrúar 2019. Fabinho lék með Virgil van Dijk í miðverði í 1-0 sigri á Brighton í ensku úrvalsdeildinni 12. janúar 2019. Fabinho x Joe Gomez's game by numbers combined vs. Ajax: 19 clearances 15 ball recoveries 14/17 duels won 8 interceptions 7/9 aerial duels won 0 goals concededNot bad for their first game as Liverpool's centre-back pairing. pic.twitter.com/8JVIYv7gIL— Squawka Football (@Squawka) October 22, 2020 Fabinho hefur þar með leikið í 360 mínútur sem miðvörður i þessum leikjum án þess að fá á sig mark. Liverpool liðið hefur engu að síður bæði fengið á sig mark og tapað leik með Fabinho í miðverði en það var á móti Úlfunum í ensku bikarkeppninni 7. janúar 2019. Fabinho lék þá með Dejan Lovren í miðverði og Liverpool tapaði 2-1 á útivelli í þriðju umferð enska bikarsins. Síðan þá hefur Liverpool ekki fengið á sig mark í þeim leikjum sem Brasilíumaðurinn hefur spilað aftast í vörninni og skiptir það ekki mál hvort hann hafi verið við hlið Virgil van Dijk, Joel Matip eða Joe Gomez eins og í gær.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira