Ungverska ungstirnið sem Íslendingar mæta með draumamark í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2020 16:00 Dominik Szoboszlai fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Red Bull Salzburg gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gær. getty/Michael Molzar Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark þegar Red Bull Salzburg gerði 2-2 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Hinn nítján ára Szoboszlai er ungverskur landsliðsmaður og mætir Íslendingum í umspili um sæti á EM í Búdapest 12. nóvember. Szoboszlai er sparkviss með afbrigðum eins og hann sýndi í leiknum í gær. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk hann boltann á vítateigshorninu vinstra megin eftir hornspyrnu. Szoboszlai beið ekki boðanna, lét vaða og boltinn fór í slána og inn. Hann jafnaði þarna metin í 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Salzburg 2-2 Lokomotiv Moskva Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Szoboszlai fór til Austurríkis 2016 þegar hann gekk í raðir Liefering. Eftir tvö ár þar fór hann til Salzburg þar sem hann hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn besti leikmaður austurrísku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá níu mörk og lagði upp fjórtán í 27 deildarleikjum. Szoboszlai hefur leikið tíu leiki fyrir ungverska A-landsliðið og skorað tvö mörk, bæði með skotum beint úr aukaspyrnum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark þegar Red Bull Salzburg gerði 2-2 jafntefli við Lokomotiv Moskvu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær. Hinn nítján ára Szoboszlai er ungverskur landsliðsmaður og mætir Íslendingum í umspili um sæti á EM í Búdapest 12. nóvember. Szoboszlai er sparkviss með afbrigðum eins og hann sýndi í leiknum í gær. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk hann boltann á vítateigshorninu vinstra megin eftir hornspyrnu. Szoboszlai beið ekki boðanna, lét vaða og boltinn fór í slána og inn. Hann jafnaði þarna metin í 1-1. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Salzburg 2-2 Lokomotiv Moskva Szoboszlai er mikill aukaspyrnusérfræðingur eins og hann sýndi í leik Ungverjalands og Tyrklands í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Hann skoraði þá með mögnuðu skoti í stöng og inn af löngu færi. ! This free-kick by Hungary wonderkid Dominik Szoboszlai = #NationsLeague | @MLSZhivatalos pic.twitter.com/23BKazKGvA— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) September 6, 2020 Szoboszlai fór til Austurríkis 2016 þegar hann gekk í raðir Liefering. Eftir tvö ár þar fór hann til Salzburg þar sem hann hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Á síðasta tímabili var Szoboszlai valinn besti leikmaður austurrísku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá níu mörk og lagði upp fjórtán í 27 deildarleikjum. Szoboszlai hefur leikið tíu leiki fyrir ungverska A-landsliðið og skorað tvö mörk, bæði með skotum beint úr aukaspyrnum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira