„Ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2020 14:31 Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson eiga í dag sjö börn. Tvö börn saman og fimm börn úr fyrri samböndum. „Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar. Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Ég hafði aldrei verið með manni sem átti fjögur börn og hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Ég var bara 28 ára og átti eitt barn og þetta var svona ókannað land. Þetta var ákveðin brekka og ég get alveg sagt það ef það er einhver í þessari aðstöðu núna að það er eins gott að sambandið sé gott, þetta er alveg brekka að gera þetta,“ segir Svanhildur Hólm sem er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en hún hefur ekki verið á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Svanhildur fór um víðan völl í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk með Snæbirni Ragnarssyni á dögunum. Þar ræddi hún meðal annars hjónaband sitt. Svanhildur og Logi Bergmann Eiðsson gengu í það heilaga árið 2005 og hafa síðan þá eignast tvö börn saman. Alls eiga þau sjö börn en bæði áttu þau börn úr fyrra sambandi. „Þetta var alveg erfitt á margan lund, að taka saman á þessum tíma og vorum bæði á þessum tíma opinberar persónur og fólk hafði miklar skoðanir á þessu. Þetta var á þessum tíma þar sem svona hlutir voru alltaf forsíðufréttir á Séð & Heyrt. Maður sjálfur er þokkalega rólegur yfir þessu en finnst þetta kannski leiðinlegt vegna allra hinna sem standa að manni, að vera í einhverjum slúðurblöðum og svona,“ segir Svanhildur. Hún segist oftast ekki taka hlutina mikið inn á sig. Það hafi hjálpað að þau hafi bæði verið þekktir einstaklingar. Snæbjörn og Svanhildur fóru um víðan völl í spjallinu. „Fyrir fjölskyldurnar okkar, foreldrum manns og fyrrverandi mökum og svona þá er það ekkert sérstaklega gaman þegar fólk er að slúðra um mann. Fyrrverandi makar okkar velja það ekkert að þetta sé slúður dagsins. En við erum frekar heppin með krakka og áttum til að mynda þrjú börn sem voru fædd á svipuðum tíma, 95,96 og 97 og þau eru til dæmis mjög góðir vinir í dag og þurftu þarna að finna sig áfram í nýjum veruleika. Þetta hefur auðvitað líka mjög mikið að gera með krakkana líka, ekki bara mann sjálfan.“ Hún segist aldrei hafa verið efins um að byrja í sambandi með manni sem átti fjögur börn. „Ég er ofsalega fegin í dag og ég veit ekki hvað fólk segir um sálufélaga en það þarf allavega mjög sérstakan mann til að geta búið með mér í allan þennan tíma. Logi hefur staðið sig með mikilli prýði,“ segir Svanhildur en þau eignuðust saman tvö börn. „Fyrra barnið var alveg planað en seinna kom smá óvænt. Logi segir að það hafi komið út af því að ég get ekki reiknað. Það er ekki satt, ég er bara ekki alltaf að reikna,“ segir Svanhildur en í þættinum lýsir hún sambandi sínu við Loga vel og er það greinilega mjög fallegt og gott. Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en þar ræða þau allt á milli himins og jarðar.
Ástin og lífið Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira