Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 12:43 Helgi Seljan var umsjónarmaður umrædds Kastljósþáttar sem sýndur var í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira