Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 22. október 2020 17:06 Banaslysið varð í nótt. Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Lögreglan á Suðurlandi segir að tilkynning hafi borist rétt upp úr klukkan sjö í morgun til Neyðarlínu um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. „Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn við vinnu á afar stórri jarðýtu, þeirri stærstu sem Liebherr framleiðir. Ýtan er af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vegur um 73 tonn og er í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. „Það er þannig þegar við vinnum vaktavinnu að þá er bara einn á tækinu á hverjum tíma sem vaktin er,“ segir Gísli Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri GT verktaka, í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita til þess að sérstakar kröfur séu um að starfsmenn hafi samband við hvorn annan á vaktinni og láti vita af sér en þeir séu allir í símasambandi og reglulega sé haft samband við þá. „Það er þannig þegar menn eru á vöktum að þeir heyrast alltaf.“ Þá segir hann ekki vitað hvað hafi gerst. „Það er rétt byrjað að rannsaka þetta, hvað eiginlega gerðist og það veit það enginn. Við höfum ekki heyrt neitt,“ segir Gísli. Ef í ljós komi að breyta þurfi verkferlum til að tryggja betur öryggi vinnufólks verði farið í þá vinnu. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu eftir klukkan 23 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni. Lögreglumál Ölfus Vinnuslys Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Lögreglan á Suðurlandi segir að tilkynning hafi borist rétt upp úr klukkan sjö í morgun til Neyðarlínu um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. „Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var maðurinn við vinnu á afar stórri jarðýtu, þeirri stærstu sem Liebherr framleiðir. Ýtan er af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vegur um 73 tonn og er í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. „Það er þannig þegar við vinnum vaktavinnu að þá er bara einn á tækinu á hverjum tíma sem vaktin er,“ segir Gísli Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri GT verktaka, í samtali við fréttastofu. Hann segist ekki vita til þess að sérstakar kröfur séu um að starfsmenn hafi samband við hvorn annan á vaktinni og láti vita af sér en þeir séu allir í símasambandi og reglulega sé haft samband við þá. „Það er þannig þegar menn eru á vöktum að þeir heyrast alltaf.“ Þá segir hann ekki vitað hvað hafi gerst. „Það er rétt byrjað að rannsaka þetta, hvað eiginlega gerðist og það veit það enginn. Við höfum ekki heyrt neitt,“ segir Gísli. Ef í ljós komi að breyta þurfi verkferlum til að tryggja betur öryggi vinnufólks verði farið í þá vinnu. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhvern tímann á tímabilinu eftir klukkan 23 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni.
Kl. 07:02 í morgun barst Neyðarlínu tilkynning um slys í malarnámu suðaustanvert í Lambafelli við Þrengslaveg. Þar reyndist jarðýta sem verið var að nota við að losa efni og ýta fram af fjallsbrúninni hafa farið fram af brúninni og ofan í námuna. Stjórnandi vélarinnar, íslenskur karlmaður á sextugs aldri, fannst skammt frá vélinni og reyndist látinn þegar að var komið. Tildrög slyssins, sem talið er hafa átt sér stað einhverntíman á tímabilinu eftir kl. 23:00 í gærkvöldi og til morguns, eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Gott væri að fá upplýsingar, frá vegfarendum um Þrengslaveg á þeim tíma geti þeir upplýst með einhverjum hætti um tímasetningar s.s. hvort þeir hafi séð til vinnu vélarinnar. Slíkum upplýsingum má koma til okkar í síma 444 2000, í tölvupósti á sudurland@logreglan.is eða á facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að sinni.
Lögreglumál Ölfus Vinnuslys Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira