Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 16:47 Maxwell á mynd með Epstein á veggspjaldi sem bandarískir saksóknarar sýndu þegar þeir lögðu fram ákærur á hendur henni í sumar. AP/John Minchillo Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. Svæðisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði að birta mætti vitnisburð Maxwell þegar hún var yfirheyrð árið 2016. Hann var gerður opinber í dag en búið var að strika yfir nær öll nöfn nema Epstein og Andrésar prins. Maxwell sótti það fast að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði gerður opinber. Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun. Hafnaði Maxwell því eiðsvarin fyrir fjórum árum að hafa orðið vitni að „óviðeigandi athöfnum með fólki undir lögaldri“. Sakaði hún Viriginu Giuffre, konuna sem sakaði Epstein um að misnota sig með aðstoð Maxwell þegar hún var táningur, um að ljúga upp á sig. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á nokkurri stundu tekið þátt í neinu með Virginiu og Jeffrey. Svo þess sé getið þá er hún alger fullkominn lygari,“ sagði Maxwell í framburði sínu. Vék hún sér ítrekað undan því að gefa skýr svör um kynferðisleg athæfi Epstein og samskipti við Giuffre og aðrar ungar konur eða unglinga. David Boies og Sigrid McCawley, lögmenn Giuffre fögnuðu birtingu framburðar Maxwell í dag og fullyrtu að brátt yrði ljóst hvers vegna hún og aðrir sem hafi liðkað fyrir glæpum Epstein hafi barist svo hart fyrir því að halda framburðinum leyndum, að því er segir í frétt New York Times. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. Svæðisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði að birta mætti vitnisburð Maxwell þegar hún var yfirheyrð árið 2016. Hann var gerður opinber í dag en búið var að strika yfir nær öll nöfn nema Epstein og Andrésar prins. Maxwell sótti það fast að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði gerður opinber. Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun. Hafnaði Maxwell því eiðsvarin fyrir fjórum árum að hafa orðið vitni að „óviðeigandi athöfnum með fólki undir lögaldri“. Sakaði hún Viriginu Giuffre, konuna sem sakaði Epstein um að misnota sig með aðstoð Maxwell þegar hún var táningur, um að ljúga upp á sig. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á nokkurri stundu tekið þátt í neinu með Virginiu og Jeffrey. Svo þess sé getið þá er hún alger fullkominn lygari,“ sagði Maxwell í framburði sínu. Vék hún sér ítrekað undan því að gefa skýr svör um kynferðisleg athæfi Epstein og samskipti við Giuffre og aðrar ungar konur eða unglinga. David Boies og Sigrid McCawley, lögmenn Giuffre fögnuðu birtingu framburðar Maxwell í dag og fullyrtu að brátt yrði ljóst hvers vegna hún og aðrir sem hafi liðkað fyrir glæpum Epstein hafi barist svo hart fyrir því að halda framburðinum leyndum, að því er segir í frétt New York Times.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Sjá meira
Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06
Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29