Ekki til umræðu að loka á flug frá tilteknum löndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 20:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það ekki hafa komið til umræðu að stoppa flug frá tilteknum löndum. Þriðji stóri hópurinn sem var á leið til landsins frá Póllandi í gær greindist smitaður við landamæraskimun á dögunum. „Við erum með það sem sóttvarnalæknir lagði til að væru öruggustu aðgerðirnar á landamærunum, þessi tvöfalda skimun. Hún hefur heldur betur sýnt sig og ég held að það sé engin ástæða til að breyta því þegar faraldurinn er í mikilli uppsveiflu víða í Evrópu,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna hefur leikið lykilhlutverk“ Hann segir mjög jákvætt að faraldurinn sé í rénun hér á landi. „Við sjáum árangur erfiðisins, við sjáum að kúrfan er undan að láta og okkur er að takast að beygja hana og við erum með faraldurinn á niðurleið,“ sagði Víðir. Hann segir einnig mjög jákvætt að sjá að færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins en í vor. Það sé að miklu leiti uppsafnaðri þekkingu að þakka. „Svo er annað jákvætt sem við erum að sjá að það hafa færri þurft að leggjast inn á gjörgæslu og færri veikst alvarlega og það er auðvitað öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem hefur leikið lykilhlutverk í því. Við erum að læra miklu meira á veiruna, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé veikari eða eitthvað slíkt en fyrr, það er bara að þekkingin hefur aukist og við vitum betur hvernig á að bregðast við þegar fólk fer að sýna ákveðin einkenni.“ Þakkar fyrir hvern dag þar sem smitum fækkar Hann segist vongóður að þessi þriðja bylgja faraldursins sé í rénun en segir að það muni taka lengri tíma að sjá hvort hertar sóttvarnaaðgerðir beri þann árangur sem vonast er eftir. „Maður þakkar fyrir hvern dag þar sem við sjáum að smitum sé að fækka og þetta stóra hlutfall þeirra sem eru í sóttkví þegar þeir greinast að það haldi áfram að ver þannig. Að þetta sé smám saman að síga niður,“ sagði Víðir. „Það mun taka einhvern tíma að huga að því að slaka á aðgerðum. Það er ekki að gerast á allra næstu dögum þannig að við þurfum að halda áfram,“ sagði Víðir. Þá skipti miklu máli að fólk þrauki og hafi seiglu í að standa af sér það sem eftir er af þessari þriðju bylgju. Það sé mikilvægt að fólk ræði það við sína nánustu að það sé þreytt á ástandinu og líði kannski ekki vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það ekki hafa komið til umræðu að stoppa flug frá tilteknum löndum. Þriðji stóri hópurinn sem var á leið til landsins frá Póllandi í gær greindist smitaður við landamæraskimun á dögunum. „Við erum með það sem sóttvarnalæknir lagði til að væru öruggustu aðgerðirnar á landamærunum, þessi tvöfalda skimun. Hún hefur heldur betur sýnt sig og ég held að það sé engin ástæða til að breyta því þegar faraldurinn er í mikilli uppsveiflu víða í Evrópu,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna hefur leikið lykilhlutverk“ Hann segir mjög jákvætt að faraldurinn sé í rénun hér á landi. „Við sjáum árangur erfiðisins, við sjáum að kúrfan er undan að láta og okkur er að takast að beygja hana og við erum með faraldurinn á niðurleið,“ sagði Víðir. Hann segir einnig mjög jákvætt að sjá að færri hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í þessari bylgju faraldursins en í vor. Það sé að miklu leiti uppsafnaðri þekkingu að þakka. „Svo er annað jákvætt sem við erum að sjá að það hafa færri þurft að leggjast inn á gjörgæslu og færri veikst alvarlega og það er auðvitað öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem hefur leikið lykilhlutverk í því. Við erum að læra miklu meira á veiruna, það er ekkert sem bendir til þess að hún sé veikari eða eitthvað slíkt en fyrr, það er bara að þekkingin hefur aukist og við vitum betur hvernig á að bregðast við þegar fólk fer að sýna ákveðin einkenni.“ Þakkar fyrir hvern dag þar sem smitum fækkar Hann segist vongóður að þessi þriðja bylgja faraldursins sé í rénun en segir að það muni taka lengri tíma að sjá hvort hertar sóttvarnaaðgerðir beri þann árangur sem vonast er eftir. „Maður þakkar fyrir hvern dag þar sem við sjáum að smitum sé að fækka og þetta stóra hlutfall þeirra sem eru í sóttkví þegar þeir greinast að það haldi áfram að ver þannig. Að þetta sé smám saman að síga niður,“ sagði Víðir. „Það mun taka einhvern tíma að huga að því að slaka á aðgerðum. Það er ekki að gerast á allra næstu dögum þannig að við þurfum að halda áfram,“ sagði Víðir. Þá skipti miklu máli að fólk þrauki og hafi seiglu í að standa af sér það sem eftir er af þessari þriðju bylgju. Það sé mikilvægt að fólk ræði það við sína nánustu að það sé þreytt á ástandinu og líði kannski ekki vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13 „Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31 Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
„Eitthvað sem er ekki mér að kenna“ Þunguð kona á ekki rétt á veikindagreiðslum úr fæðingarorlofssjóði þar sem of langur tími er liðinn frá því hún var á vinnumarkaði. 22. október 2020 19:13
„Fólk er að hugsa um heilsuna í ræktinni og er ekki að fara í sleik á einhverjum karaoke bar“ Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ræddi við þáttastjórnendur Brennslunnar í morgun og var farið yfir ástandið í líkamsræktarstöðvum landsins vegna kórónuveirunnar. 22. október 2020 15:31
Þriðji stóri hópurinn frá Póllandi greindist með veiruna Sautján manns sem komu frá Póllandi greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun í gær. Fjórir þeirra eru með virk smit en mótefnamælingar er beðið í þrettán tilfellum. 22. október 2020 12:06