Patrick Bamford skoraði öll þrjú mörk Leeds er þeir urðu fyrsta liðið til þess að vinna Aston Villa á þessari leiktíð. Lokatölur 0-3 á Villa Park.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 55. mínútu skoraði Bamford fyrsta markið er hann fylgdi á eftir skoti sem Emiliano Martinez hafði varið út í teiginn.
Einungis tólf mínútum síðar var framherjinn aftur á ferðinni en þá skoraði hann með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn.
26 shots now for Leeds, 9 from Bamford pic.twitter.com/yR7KVLKPZE
— Saturdays on Couch (@SaturdayOnCouch) October 23, 2020
Hann innsiglaði svo þrennuna stundarfjórðungi fyrir leikslok en þá skoraði hann úr þröngu færi í teignum. Frábær afgreiðsla og lokatölur 3-0.
Leeds spilaði frábæran fótbolta í leiknum og átti samtals 26 skot í átt að marki Villa. Þeir splundruðu vörn Villa hvað eftir annað og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri.
Patrick Bamford is the first Leeds United player to score a Premier League hat-trick for SEVENTEEN years. pic.twitter.com/ApyZfGN5SZ
— Squawka Football (@Squawka) October 23, 2020
Aston Villa er í 2. sætinu með tólf stig en Leeds er sæti neðar með tíu stig. Leeds hefur leikið einum leik fleira.