Framtíð innan þolmarka plánetunnar okkar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 23. október 2020 13:31 Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Kópavogur Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bæjarráð samþykkti nýlega að Kópavogsbær tæki þátt í samnorrænu verkefni um kolefnishlutleysi sveitarfélaga með innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Hringrásarhagkerfið byggir á því að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi og leitast við að viðhalda verðmætum þeirra eins lengi og mögulegt er, með það að markmiði að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Verkefni þessu er ætlað að koma á fót norrænu samstarfi sem miðar að því að flýta fyrir umskiptum í litlum og meðalstórum sveitarfélögum að loftslagshlutleysi fyrir árið 2030. Þannig stendur til að þróa verkfærakistu sem getur hjálpað sveitarfélögum að þróa árangursríkar áætlanir og innleiða nýja hugmyndafræði í fjárfestingum. Flest stærri sveitarfélög á Norðurlöndum hafa nú þegar þróað og hafið innleiðingu áætlana um snjallborgir og hringrásarhagkerfi. Það felur meðal annars í sér að byggja meira á samnýtingu, eða kaupleigu, og að fjárfesta í vörum sem eru hannaðar til þess að endast, til dæmis þannig að auðvelt sé að gera við þær í stað þess að þurfi að skipta þeim út. Sveitarfélög bera nefnilega ríka ábyrgð þegar kemur að skuldbindingum okkar við loftslagið. Hjá okkur eru tækifæri til að koma á hagrænum hvötum til að auka endurvinnslu og draga úr förgun úrgangs, endurnýta afurðir sem falla til, til dæmis moltu og metan, ásamt því að stunda ábyrg innkaup. Hugmyndafræðin um hringrásarhagkerfið felur ennfremur í sér að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Síðustu áratugi hefur tækniframförum fleygt fram, hraði er allur meiri og samhliða því höfum við vanist og krafist þæginda í auknum mæli, sem hefur kostnað í för með sér. Plastnotkun er dæmi um það - Framleiðsla þess er mjög mengandi og auk þess skilar það sér illa í endurvinnslu. Við höfum séð að það að draga úr kolefnislosun sé ekki skaðlegt fyrir efnahagslegan vöxt, heldur þvert á móti. Frá árinu 1990 hefur verg landsframleiðsla innan Evrópusambandsins vaxið um 50% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman um 23%. Almenningur axlar ábyrgð með því að til dæmis deila bílum, minnka orkunotkun og tileinka sér endurvinnslu og flokkun á húsasorpi. Þetta eru góð skref, en betur má ef duga skal til að tryggja kolefnahlutlausa framtíð. Nú er það hlutverk okkar að byggja upp hagkerfi sem getur betur brugðist við óvæntum aðstæðum. Við þurfum vistvænna og stöðugra kerfi, eða eins og langtímamarkmið Evrópusambandsins segir, við þurfum að lifa vel innan þolmarka plánetunnar okkar. Þetta verkefni er því mjög spennandi tækifæri fyrir Kópavog og ég hlakka til að sjá árangur af samstarfinu! Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun