Segja fámennt í samtökunum en aðhaldið nauðsynlegt Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 14:30 Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson ræddu ýmislegt í Pepsi Max stúkunni í gærkvöld. stöð 2 sport Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira