Segja fámennt í samtökunum en aðhaldið nauðsynlegt Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 14:30 Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson ræddu ýmislegt í Pepsi Max stúkunni í gærkvöld. stöð 2 sport Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Formaður Leikmannasamtaka Íslands hefur gagnrýnt stjórn KSÍ fyrir að hafa leikmenn ekki með í ráðum. Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar segja samtökin þurfa að vera sterk en hins vegar séu fáir leikmenn úr efstu deild karla meðlimir. Formaður samtakanna, Arnar Sveinn Geirsson, gagnrýndi KSÍ í vikunni fyrir að taka ákvörðun um framhald Íslandsmótsins án alls samráðs við leikmenn. Hann gagnrýndi KSÍ einnig í sumar þegar sóttvarnareglur sambandsins voru settar án samráðs við leikmenn, en þar er leikmönnum meðal annars uppálagt að halda sig fjarri fjölmenni og forðast það að fara í verslanir og á veitingastaði. Þá líkt og nú talaði Arnar fyrir daufum eyrum. "Við stöndum saman þegar á reynir og látum úrslitin ráðast á vellinum ef mögulegt er." - svona lýkur yfirlýsingu frá stjórn KSÍ varðandi ákvörðun KSÍ um að klára mótin. Hverjir eru þetta sem eru að standa saman? Til hvaða aðila var leitað til þess að komast að þessari niðurstöðu?— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) October 21, 2020 Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, velti fyrir sér styrk samtakanna. Hann fékk þær upplýsingar frá framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna, Kristni Björgúlfssyni, að 181 leikmaður úr efstu deild karla væri í samtökunum. Aðeins 0-5 leikmenn úr hverju liði í samtökunum? Tólf félög eru í deildinni og því ættu að meðaltali 15 leikmenn úr hverju félagi að vera í samtökunum. Það rímar engan veginn við upplýsingar Guðmundar og Hjörvars Hafliðasonar úr liðunum: „Nú er ég búinn að tala við meira en helminginn af liðunum, þar sem ég hef fengið upplýsingar um það að það eru 0-5 leikmenn í hverjum leikmannahópi í samtökunum. Mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahópi sem segja „já, ég er í samtökunum“. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman,“ sagði Guðmundur, og bætti við: Arnar Sveinn Geirsson er formaður Leikmannasamtaka Íslands og leikmaður Fylkis. „Ég velti fyrir mér því samtökin eru mjög hávær, eða Arnar Sveinn er alla vega víða og mikið að velta fyrir sér af hverju leikmenn fái ekkert að segja um þetta, en það virðist ekki vera mikill áhugi hjá leikmönnum að vera í samtökunum.“ Arnar gert fína hluti og veitt aðhald Hjörvar tók í sama streng: „Ég tók svipuð símtöl og það eru hreinar línur miðað við þau samtöl að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum. En ég held að það megi hins vegar ekki gera lítið úr þessum vinkli. Arnar er að gera fína hluti og veita ákveðið aðhald, því ég er alveg sammála Arnari með að þetta er mjög erfitt fyrir leikmenn, og fyrir þjálfara líka.“ Þorkell Máni Pétursson benti á að Arnar Sveinn hefði nú væntanlega ekki tekið það upp alfarið hjá sjálfum sér að setja út á það að mótið héldi áfram, án samráðs við leikmenn: „Arnar Sveinn er klárlega að tala um þessi mál vegna þess að einhverjir hafa samband við hann. Það eru einhverjir leikmenn sem vilja ekki spila eða eru hræddir við það. Við sjáum yfirlýsingar frá liðum úti á landi sem eru beinlínis hrædd við að koma til Reykjavíkur,“ sagði Máni. „Þið megið ekki misskilja mig. Leikmannasamtök eiga að vera til staðar, og vera sterk,“ sagði Guðmundur, og Máni bætti við: „Og auðvitað á að ræða þetta mál við þau líka. Ef þau eru með 181 meðlim þá hefði alltaf verið ástæða til að ræða við þau um hvernig ætti að starta þessu móti.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Umræða um leikmannasamtökin
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira