Ísland farið af „gráa listanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 13:30 í dag. Vísir/vilhelm Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46
Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35
Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29