Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2020 14:23 Úr Skagafirði. Ljósmyndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús.
Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira