Koeman vonast til að byrja jafnvel sem stjóri og hann gerði sem leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:30 Ronaldo Koman þjálfar nú Barcelona liðið en hann lék á sínum tíma 264 leiki fyrir félagið á sex ára tímabili. Getty/Alex Caparros Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Ronald Koeman stýrir Barcelona liðinu í fyrsta sinn í El Clásico á morgun þegar Real Madrid kemur í heimsókn á Nývang. Ronald Koeman hefur hrist upp í hlutunum í herbúðum Barcelona síðan hann tók við liðinu í sumar og Hollendingurinn hreinsaði til í leikmannahópnum í haust. Á morgun fær hann fyrsta risaprófið þegar hann stýrir Barca liðinu á móti Real Madrid. Ronald Koeman lék á sínum tíma í sex ár með Barcelona, frá 1989 til 1995, og skoraði 88 mörk fyrir félagið þrátt fyrir að spila sem varnarmaður eða varnartengiliður. Koeman vonast til að byrja jafnvel á morgun sem stjóri og hann gerði sem leikmaður fyrir 31 ári síðan. Ronald Koeman lék sinn fyrsta El Clásico leik með Barcelona 7. október 1989 en þjálfari Barcelona liðsins var þá Johan Cruyff. Barcelona þurfti virkilega á góðum úrslitum að halda í þessum leik eftir þrjú töp í fyrstu fimm deildarleikjum sínum. @RonaldKoeman s best #ElClásico goals N°4 ! pic.twitter.com/hj2e6AP5Ux— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 22, 2020 Barcelona vann leikinn 3-1 og Ronald Koeman skoraði tvö mörk, bæði reyndar úr vítaspyrnum. Barcelona hafði ekki byrjað 1988-89 tímabilið alltof vel en Ronald Koeman kom þarna inn eftir að hafa skotist á stjörnuhimininn sem tvöfaldur Evrópumeistari sumarið 1988, með bæði hollenska landsliðinu á EM í Þýskalandi 1988 og með PSV í Evrópukeppni meistaraliða 1987-88. Leikurinn byrjaði líka skelfilega fyrir Ronald Koeman sem fékk á sig vítaspyrnu eftir fimm mínútur eftir brot á Emilio Butragueno. Hugo Sánchez kom Real í 1-0 úr vítinu. Julio Salinas jafnaði metin fyrir Barcelona fimm mínútum síðar og Ronald Koeman tryggði sínu liði sigur með tveimur mörkum úr vítaspyrnum á síðustu sextán mínútunum. Koeman skoraði þrjú mörk til viðbótar í El Clásico leikjum áður en hann fór aftur heim til Feyenoord sex árum síðar. El Clásico leikur Barcelona og Real Madrid hefst klukkan 14.00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 13.45.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Leik lokið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira