Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 16:59 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu. Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira