Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. október 2020 10:30 Rashford leiddi Man Utd til sigurs í París í vikunni. vísir/Getty Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp. Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. Rashford ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe hverfinu í Manchester borg en er í dag ein skærasta stjarna Manchester United með öllum þeim fríðindum sem því fylgja. Þessi 22 ára gamli kappi hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult og gagnrýnt bresk stjórnvöld harðlega. Rashford barst hrós úr óvæntri átt þegar Jurgen Klopp, stjóri erkifjendanna í Liverpool, gerði baráttu Rashford að umtalsefni á blaðamannafundi í gær. „Það sem Marcus hefur gert er algjörlega ótrúlegt og mjög fallegt. Þrátt fyrir allan þennan ríg á milli félaganna og þess háttar þá eru allir fótboltamenn og allar manneskjur sameinaðar í svona baráttu,“ segir Klopp. „Það er mjög fallegt að sjá á svona tímum þegar fólkið sem stjórnar þessum málum er augljóslega að bregðast og sýnir enga leiðtogahæfni að strákur sem ólst upp við erfiðar aðstæður, en hefur augljóslega stórkostlega hæfileika, gleymir ekki hvaðan hann kemur.“ „Það er að vissu leyti synd að það hann skuli þurfa að gera það en það er frábært engu að síður. Ég vona að móðir hans sé stolt af honum. Ég þekki hann ekki en er samt stoltur af honum. Hann á allt hrósið skilið en ég er viss um að hann er ekki að sækjast eftir því að fá hrós fyrir þetta framtak,“ segir Klopp.
Bretland Enski boltinn Tengdar fréttir Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31