Bátur og skúta sem var í eftirtogi strönduðu í Njarðvík í dag en viðbragðsaðilum tókst að koma í veg fyrir slys á fólki. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Skútan var í drætti þegar dráttartóg slitnaði og tók skútuna í kjölfarið að reka þar til hún strandaði. Svo óheppilega varð að dráttartógið fór í skrúfuna á bátnum sem hafði dregið skútuna og tók hann að reka upp í stórgrýtta sjóvarnargarða.
Viðbragðsaðilar og aðrir unnu hratt á standstað þar sem mönnum var komið frá borði og unnu lögregla, slökkvilið, björgunarsveit og starfsmenn Reykjaneshafna að því að koma í veg fyrir frekara tjón. Björgunarsveitin dróg skútuna til hafnar og hafnsögubáturinn Auðunn dró bátinn frá varnargarðinum að höfninni.
Betur fo r en a horfðist þegar að sku ta strandaði við sjo setningu i Njarðvi k i dag. Sku tan var i drætti þegar að...
Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, October 24, 2020