Vardy náði Ryan Giggs í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 11:01 Jamie Vardy fagnar sigurmarki Leicester á móti Arsenal í gær. EPA-EFE/Catherine Ivill Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Sjá meira
Jamie Vardy byrjaði kannski á bekknum í 1-0 sigri Leicester á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en það var hann sem réði á endanum úrslitum í leiknum. Vardy skallaði boltann inn á 80. mínútu leiksins og þetta eina skot Leicester í leiknum var nóg til að landa öllum þremur stigunum. „Hugmyndin var alltaf að setja Jamie inn. Hann er ógnar mikið og kemur með sjálfstraust inn í liðið. Hann er heimsklassa framherji,“ sagði Brendan Rodgers við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur og við hefðum vilja láta hann byrja leikinn en hann hefur verið frá vegna kálfameiðsla og við urðum að passa upp á hann. Planið var að vera enn inn í leiknum og láta hann spila síðasta hálftímann. Hann lítur út fyrir að vera að fara að skora í hverjum leik,“ sagði Rodgers. Jamie Vardy just loves playing Arsenal doesn t he? Premier League goal number 109, level with Ryan Giggs. pic.twitter.com/s5PPsMVK9w— Betfair (@Betfair) October 25, 2020 Þetta var fyrsti sigur Leicester á Arsenal í 47 ár en þrátt fyrir það hefur Jamie Vardy náð að skora 11 mörk í 12 deildarleikjum á móti Arsenal. Nú loksins dugði mark frá honum til sigurs. Nú er það bara Wayne Rooney sem hefur skorað oftar hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Vardy hélt áfram að raða inn mörkunum á móti risunum en hann er nú kominn með 26 mörk í 36 leikjum á móri Arsenal (12/11), Manchester City (13/8) og Liverpool (11/7) og hefur svo sannarlega verið maður stóru leikjanna. Jamie Vardy skoraði þarna sitt 109. mark í ensku úrvalsdeildinni og komst þar með upp fyrir Peter Crouch og upp að hlið Ryan Giggs. Giggs spilaði auðvitað aftar á vellinum en Vardy. Vardy spilaði aftur á móti sinn fyrsta leik í ensku deildarkeppninni ekki fyrr en hann var 25 ára gamall. Jamie Vardy scores against Arsenal for the 11th time in 12 games pic.twitter.com/7E8RJkx17I— B/R Football (@brfootball) October 25, 2020 Jamie Vardy hjálpaði Leicester vissulega að vinna enska meistaratitilinn á sínum tíma en hann hefur gjörsamlega blómstrað síðan að Brendan Rodgers tók við liðinu. Það var í febrúar 2019 og síðan hefur Vardy skorað 39 mörk í 51 leik í ensku úrvalsdeildinni. Hinir leikmenn Leicester hafa skorað samanlagt 57 mörk á þessum tíma. Vardy var markakóngur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 23 mörk og hefur síðan skorað á 64 mínútna fresti í deildinni á núverandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Sjá meira