Netverslun vikunnar er Netapótek Lyfjavers: Lágvöruverðsapótek nú aðgengilegt um land allt Lyfjaver 26. október 2020 12:03 Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers Lyfjaver Lyfjaver hefur opnað nýtt útibú á netinu þar sem Netapótek Lyfjavers er nú orðið aðgengilegt fyrir almenning. Lyfjaver hefur ávallt lagt mikið upp úr því að bjóða upp á hagstætt verð ásamt faglegri, góðri og öruggri þjónustu. Það hefur verið stefna Lyfjavers síðustu ár að opna netapótek í stað þess að opna útibú víðsvegar um landið en öll starfsemi fyrirtækisins er á einum stað á Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Apótekið heim til þín Með Netapóteki Lyfjavers ert þú komin/n með apótekið heim til þín, þar hefur þú betri yfirsýn yfir lyfseðlana þína. Með því að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum getur þú séð nákvæmt lyfjaverð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands ásamt afslætti Lyfjavers. Þú getur gert verðsamanburð á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum. Hægt er að skoða þau samheitalyf sem í boði eru, verðmun á milli samheitalyfja og þrepastöðu þína hjá Sjúkratryggingum Íslands. Aukin samkeppni á apóteksmarkaðnum Það er langt frá því að samkeppni í lyfjaverði á apóteksmarkaði sé dauð þrátt fyrir að núverandi greiðsluþátttökukerfi lyfja takmarki afslætti að einhverju leiti. Lyfjaver gefur afar góða afslætti af fjölda lyfjaflokka. Eru þar sérstaklega lyf sem sjúkratryggingar taka ekki þátt í að niðurgreiða. Þar má t.d. nefna getnaðarvarnir, sýklalyf og svefn- og kvíðalyf. Mjög hagstætt verð er á lausasölulyfjum, sem og almennum vörum í verslun og á apótekið fjölda fastakúnna sem gera sér sérstaka ferð um langan veg í apótekið eftir hagstæðu verði t.d. á nikótínlyfjum. Viðskiptavinir gera sér oft sérstaka ferð í Lyfjaver þar sem nikótínlyf eru ávallt á mjög hagstæðu verði. Hægt að spara umtalsvert með ódýrasta samheitalyfi Netapótek Lyfjavers birtir svart á hvítu lyfjakostnaðinn með greiðsluþátttöku og afslætti áður en viðskiptavinur pantar. Með því er hægt að skoða kostnaðinn og velja úr mögulegum samheitalyfjum í ró og næði með allar upplýsingar. Umtalsverður sparnaður getur komið til ef ódýrasta samheitalyf er valið og getur kostnaður munað tugum prósenta, sérstaklega með greiðsluþátttaka sjúkratrygginga. Hægt er að sjá nákvæman kostnað með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga á lyfjum og gott yfirlit er yfir þau samheitalyf sem eru í boði. Netapótek Lyfjavers bíður upp á gagnsæjar verðupplýsingar á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum á Lyfjaver.is sem stuðlar einnig að aukinni verðvitund neytenda og auðveldar verðsamanburð. „Núverandi greiðsluþáttökukerfi hefur marga mjög góða kosti umfram það sem áður var en munurinn er þó þannig að það er mun flóknara fyrir neytandann að skilja verðlag á lyfjum og verðmun milli samheitalyfja“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri Lyfjavers, „Verð á sama lyfinu getur verið mjög mismunandi milli heimsókna í apótekið og þar spilar inn í flókið greiðsluþátttökukerfi og verðmunur á samheitalyfjum.“ Aukin verðvitund og auðveldara að gera verðsamanburð „Með tilkomu netapóteka er það af hinu góða að viðskiptavinir geti með auðveldari hætti áttað sig á sínum lyfjakostnaði ásamt því að verðsamanburður á milli apóteka er mun auðveldari sem er góður kostur fyrir neytandann og sýnir enn betur mismunandi verðstefnu milli apóteka,“ bætir Hákon við. Lágvöruverðsapótek sem nýtist öllum landsmönnum Frá opnun hefur Lyfjaver verið lágvöruverðsapótek sem hefur nýst höfuðborgarbúum og nær umhverfi meira en íbúum á landsbyggðinni. „Langþráður draumur er orðin að veruleika, með opnum Netapóteks Lyfjavers“ segir Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðsstjóri Lyfjavers. „Það auðveldar íbúum á landsbyggðinni að fá „apótekið heim til sín“ á lyfjaver.is, þar sem boðið eru upp á hagstætt verð ásamt góðri þjónustu“. Fákeppni hefur ríkt á lyfjamarkaði á landsbyggðinni fram að þessu, fleiri en ein lyfjabúð í þéttbýli er eingöngu að finna á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Akranesi, í fjölda minni byggðarlaga á Íslandi er ekkert starfandi apótek. „Við fögnum þeirri samkeppninni sem koma skal, nú geta landsmenn allir nýtt sér lágt vöruverð og heimsendingar um land allt í Netapóteki Lyfjavers á lyfjaver.is“ Segir Ingibjörg. Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðsstjóri LyfjaversVilhelm „Kaupauki fylgir nú öllum pöntunum yfir 5.000 kr. og sem dæmi er nú hægt að velja á milli nokkurra kaupauka, Swanson hágæðavítamín sem Lyfjaver flytur inn en einnig er hægt að fá andlitsgrímur í kaupauka,“ segir Ingibjörg. Frí heimsending ef pantaðir eru 2 lyfseðlar eða verslað fyrir meira en 9.900 kr. Nánari upplýsingar er að finna á lyfjaver.is Heilsa Lífið Heilbrigðismál Vefverslun vikunnar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Lyfjaver hefur opnað nýtt útibú á netinu þar sem Netapótek Lyfjavers er nú orðið aðgengilegt fyrir almenning. Lyfjaver hefur ávallt lagt mikið upp úr því að bjóða upp á hagstætt verð ásamt faglegri, góðri og öruggri þjónustu. Það hefur verið stefna Lyfjavers síðustu ár að opna netapótek í stað þess að opna útibú víðsvegar um landið en öll starfsemi fyrirtækisins er á einum stað á Suðurlandsbraut 22 í Reykjavík. Apótekið heim til þín Með Netapóteki Lyfjavers ert þú komin/n með apótekið heim til þín, þar hefur þú betri yfirsýn yfir lyfseðlana þína. Með því að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum getur þú séð nákvæmt lyfjaverð með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands ásamt afslætti Lyfjavers. Þú getur gert verðsamanburð á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum. Hægt er að skoða þau samheitalyf sem í boði eru, verðmun á milli samheitalyfja og þrepastöðu þína hjá Sjúkratryggingum Íslands. Aukin samkeppni á apóteksmarkaðnum Það er langt frá því að samkeppni í lyfjaverði á apóteksmarkaði sé dauð þrátt fyrir að núverandi greiðsluþátttökukerfi lyfja takmarki afslætti að einhverju leiti. Lyfjaver gefur afar góða afslætti af fjölda lyfjaflokka. Eru þar sérstaklega lyf sem sjúkratryggingar taka ekki þátt í að niðurgreiða. Þar má t.d. nefna getnaðarvarnir, sýklalyf og svefn- og kvíðalyf. Mjög hagstætt verð er á lausasölulyfjum, sem og almennum vörum í verslun og á apótekið fjölda fastakúnna sem gera sér sérstaka ferð um langan veg í apótekið eftir hagstæðu verði t.d. á nikótínlyfjum. Viðskiptavinir gera sér oft sérstaka ferð í Lyfjaver þar sem nikótínlyf eru ávallt á mjög hagstæðu verði. Hægt að spara umtalsvert með ódýrasta samheitalyfi Netapótek Lyfjavers birtir svart á hvítu lyfjakostnaðinn með greiðsluþátttöku og afslætti áður en viðskiptavinur pantar. Með því er hægt að skoða kostnaðinn og velja úr mögulegum samheitalyfjum í ró og næði með allar upplýsingar. Umtalsverður sparnaður getur komið til ef ódýrasta samheitalyf er valið og getur kostnaður munað tugum prósenta, sérstaklega með greiðsluþátttaka sjúkratrygginga. Hægt er að sjá nákvæman kostnað með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga á lyfjum og gott yfirlit er yfir þau samheitalyf sem eru í boði. Netapótek Lyfjavers bíður upp á gagnsæjar verðupplýsingar á lyfjum, lausasölulyfjum og öðrum vörum á Lyfjaver.is sem stuðlar einnig að aukinni verðvitund neytenda og auðveldar verðsamanburð. „Núverandi greiðsluþáttökukerfi hefur marga mjög góða kosti umfram það sem áður var en munurinn er þó þannig að það er mun flóknara fyrir neytandann að skilja verðlag á lyfjum og verðmun milli samheitalyfja“ segir Hákon Steinsson, lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri Lyfjavers, „Verð á sama lyfinu getur verið mjög mismunandi milli heimsókna í apótekið og þar spilar inn í flókið greiðsluþátttökukerfi og verðmunur á samheitalyfjum.“ Aukin verðvitund og auðveldara að gera verðsamanburð „Með tilkomu netapóteka er það af hinu góða að viðskiptavinir geti með auðveldari hætti áttað sig á sínum lyfjakostnaði ásamt því að verðsamanburður á milli apóteka er mun auðveldari sem er góður kostur fyrir neytandann og sýnir enn betur mismunandi verðstefnu milli apóteka,“ bætir Hákon við. Lágvöruverðsapótek sem nýtist öllum landsmönnum Frá opnun hefur Lyfjaver verið lágvöruverðsapótek sem hefur nýst höfuðborgarbúum og nær umhverfi meira en íbúum á landsbyggðinni. „Langþráður draumur er orðin að veruleika, með opnum Netapóteks Lyfjavers“ segir Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðsstjóri Lyfjavers. „Það auðveldar íbúum á landsbyggðinni að fá „apótekið heim til sín“ á lyfjaver.is, þar sem boðið eru upp á hagstætt verð ásamt góðri þjónustu“. Fákeppni hefur ríkt á lyfjamarkaði á landsbyggðinni fram að þessu, fleiri en ein lyfjabúð í þéttbýli er eingöngu að finna á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Akranesi, í fjölda minni byggðarlaga á Íslandi er ekkert starfandi apótek. „Við fögnum þeirri samkeppninni sem koma skal, nú geta landsmenn allir nýtt sér lágt vöruverð og heimsendingar um land allt í Netapóteki Lyfjavers á lyfjaver.is“ Segir Ingibjörg. Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðsstjóri LyfjaversVilhelm „Kaupauki fylgir nú öllum pöntunum yfir 5.000 kr. og sem dæmi er nú hægt að velja á milli nokkurra kaupauka, Swanson hágæðavítamín sem Lyfjaver flytur inn en einnig er hægt að fá andlitsgrímur í kaupauka,“ segir Ingibjörg. Frí heimsending ef pantaðir eru 2 lyfseðlar eða verslað fyrir meira en 9.900 kr. Nánari upplýsingar er að finna á lyfjaver.is
Heilsa Lífið Heilbrigðismál Vefverslun vikunnar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira