„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2020 15:00 Íslenska kvennalandsliðið er ósigrað í undankeppni EM. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum EM 2021 í Englandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hefur litlar áhyggjur af ungu leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM annað kvöld. Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik um 1. sætið í F-riðli undankeppninnar. Svíþjóð er með sextán stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Íslandi sem á leik til góða. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Svíþjóð sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Þær stóðu fyrir sínu og gott betur og Máni á ekki von á neinu öðru í leiknum á morgun. „Kannski er þetta einhvers konar áheyrnarprufa fyrir þær því þær hafa bara spilað í Pepsi Max-deildinni hér heima. Það verða reyndar engir áhorfendur í Svíþjóð þannig að ég vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022 þar sem verða 30 þúsund manns á vellinum. Ég hef engar áhyggjur af því að þær standi ekki undir því þessar þrjár, Alexandra [Jóhannsdóttir], Sveindís [Jane Jónsdóttir] og Karólína [Lea Vilhjálmsdóttir]. Þetta eru óttalaus kvikindi ef svo má að orði komast,“ sagði Máni í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum. Hann segir að Svíar séu sigurstranglegri, enda með gríðarlega sterkt lið sem endaði í 3. sæti á HM í Frakklandi í fyrra. Jafntefli yrðu frábær úrslit „Möguleikarnir eru ekkert sérstaklega miklir ef við horfum alveg raunsætt á þetta. Það vantar Dagnýju [Brynjarsdóttur] og það er rándýrt því við þurfum alla okkar lykilmenn í svona leiki. Við höfum ekki úr sama fjölda af leikmönnum að moða og Svíþjóð,“ sagði Máni. „Sigurlíkur okkar eru ekkert sérstaklega miklar en við getum alveg náð jafntefli með smá heppni. Og það væru frábær úrslit.“ Máni segir að íslenska liðið hafi verið djarft og hugrakkt í fyrri leiknum gegn Svíþjóð. Hann segir að sé væntanlega farsælast að setja öryggið á oddinn í leiknum annað kvöld. Þurfum að koma fleiri leikmönnum í bestu deildirnar „Mér fannst við vera mjög hugrakkar á Laugardalsvellinum, sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem við sóttum á þær. Við skulum átta okkur á því að það eru miklu fleiri leikmenn Svíanna að spila í sterkustu deildum heims heldur en Íslendingarnir. Það er kannski mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort við þurfum ekki að koma fleiri leikmönnum í sterkustu deildir heims,“ sagði Máni. „Ég myndi alltaf leggja þetta þannig upp að fara aftarlega á völlinn, bíða eftir þeim þar og beita skyndisóknum. Ef við þurfum að setja mark gerum við það.“ Klippa: Sportpakkinn - Máni um leikinn gegn Svíum
EM 2021 í Englandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira