Sergio Agüero missir líklega af Liverpool leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 07:30 Sergio Agüero átti erfitt með að leyna svekkelsi sínu eftir að hann meiddist í leiknum á móti West Ham en Argentínumaðurinn þurfti að fara af velli í hálfleik. AP/Paul Childs Sergio Agüero verður ekki með Manchester City á móti Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og Pep Guardiola var spurður út í meiðsli argentínska sóknarmannsins á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur, Sergio (Agüero) og (Benjamin) líka,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Guardiola tók Agüero af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Sergio meiddist á vöðva í síðasta leik. Þegar þú ert frá í fjóra eða fimm mánuði vegna hnémeiðsla þá er alltaf áhætta þegar þú kemur til baka,“ sagði Guardiola. Sergio Aguero is a doubt for #MCFC's Premier League clash against #LFC on November 8 due to a thigh injury.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 26, 2020 Manchester City fær Liverpool í heimsókn á Etihad leikvanginn 8. nóvember og það væri slæmt fyrir City að vera án besta framherja síns í leiknum. Það lítur þó út fyrir það ef marka má orð Guardiola. „Við reyndum að fara eins varlega með hann og við gátum. Hann fékk bara 50 til 55 mínútur í hverjum leik. Það var bara ekki möguleiki að koma í veg fyrir þetta. Þetta mun snúast um hvernig þessi meiðsli eru. Við búumst minnst við tíu til fimmtán dögum en það gætu orðið þrjár vikur eða jafnvel heill mánuður,“ sagði Guardiola. Leikurinn á móti Liverpool er eftir tólf daga. Sergio Agüero er því á meiðslalistanum ásamt þeim Gabriel Jesus, Fernandinho, Benjamin Mendy, Nathan Ake og Fernandinho. Sergio Aguero is a doubt for Manchester City's Premier League clash against Liverpool on November 8 due to a thigh injury. #awlfc [sky] pic.twitter.com/ghmg83oJFS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 26, 2020 „Kevin (De Bruyne) er kominn aftur og spilaði nokkrar mínútur á móti West Ham. Aymeric (Laporte) er líka leikfær á ný. Það er stutt í bæði Nathan (Ake) og Gabriel (Jesus) sem ættu að vera komnir til baka eftir viku eða tíu daga. Hinir verða frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði síðan að Manchester City hefði ekki haft efni á því að kaupa framherja í sumar sem er núna að koma í bakið á félaginu vegna meiðsla Sergio Agüero og Gabriel Jesus á sama tíma. „Þegar þú ákveður að kaupa framherja þá verður hann að vera í sama klassa og Agüero og Jesus. Við höfðum ekki efni á því og það er veruleikinn okkar,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira
Sergio Agüero verður ekki með Manchester City á móti Marseille í Meistaradeildinni í kvöld og Pep Guardiola var spurður út í meiðsli argentínska sóknarmannsins á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. „Hann verður frá í tvær til þrjár vikur, Sergio (Agüero) og (Benjamin) líka,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. Guardiola tók Agüero af velli í hálfleik í 1-1 jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. „Sergio meiddist á vöðva í síðasta leik. Þegar þú ert frá í fjóra eða fimm mánuði vegna hnémeiðsla þá er alltaf áhætta þegar þú kemur til baka,“ sagði Guardiola. Sergio Aguero is a doubt for #MCFC's Premier League clash against #LFC on November 8 due to a thigh injury.— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 26, 2020 Manchester City fær Liverpool í heimsókn á Etihad leikvanginn 8. nóvember og það væri slæmt fyrir City að vera án besta framherja síns í leiknum. Það lítur þó út fyrir það ef marka má orð Guardiola. „Við reyndum að fara eins varlega með hann og við gátum. Hann fékk bara 50 til 55 mínútur í hverjum leik. Það var bara ekki möguleiki að koma í veg fyrir þetta. Þetta mun snúast um hvernig þessi meiðsli eru. Við búumst minnst við tíu til fimmtán dögum en það gætu orðið þrjár vikur eða jafnvel heill mánuður,“ sagði Guardiola. Leikurinn á móti Liverpool er eftir tólf daga. Sergio Agüero er því á meiðslalistanum ásamt þeim Gabriel Jesus, Fernandinho, Benjamin Mendy, Nathan Ake og Fernandinho. Sergio Aguero is a doubt for Manchester City's Premier League clash against Liverpool on November 8 due to a thigh injury. #awlfc [sky] pic.twitter.com/ghmg83oJFS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) October 26, 2020 „Kevin (De Bruyne) er kominn aftur og spilaði nokkrar mínútur á móti West Ham. Aymeric (Laporte) er líka leikfær á ný. Það er stutt í bæði Nathan (Ake) og Gabriel (Jesus) sem ættu að vera komnir til baka eftir viku eða tíu daga. Hinir verða frá í tvær til þrjár vikur,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði síðan að Manchester City hefði ekki haft efni á því að kaupa framherja í sumar sem er núna að koma í bakið á félaginu vegna meiðsla Sergio Agüero og Gabriel Jesus á sama tíma. „Þegar þú ákveður að kaupa framherja þá verður hann að vera í sama klassa og Agüero og Jesus. Við höfðum ekki efni á því og það er veruleikinn okkar,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira