Noregur og Danmörk tryggðu farseðilinn á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2020 18:46 Norska landsliðið fagnar sætinu á EM að leik loknum. Michael Steele/Getty Images Norska kvennalandsliðið er komið á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar eftir 1-0 útisigur gegn Wales í dag. Danska landsliðið vann 3-1 sigur á Ítalíu ytra og er því einnig komið með farseðilinn á EM næsta sumar. Bæði lið eru með fullt hús stiga og þá hafa þau aðeins fengið á sig eitt mark hvort. María Þórisdóttir og stöllu hennar í norska landsliðinu heimsóttu Wales í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Frida Maanum sem skoraði eina mark leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn. Lokatölur þar af leiðandi 0-1 og sigurinn Norðmanna í dag. Hefur liðið unnið alla sex leiki sína í undankeppni með markatölunni 34-1. Wales er í 2. sæti og var eina landið sem átti möguleika á að ná norska liðinu. Þar með er það staðfest að Noregur er komið á EM sem fram fer næsta sumar. Úr leik Ítalíu og Danmerkur í dag.Gabriele Maltinti/Getty Images Danmörk er komið með annan fótinn inn á Evrópumótið eftir frábæran 3-1 sigur á Ítalíu í dag. Þarna voru topplið riðilsins að mætast og hefur danska liðið, líkt og Noregur, unnið alla leiki sína til þessa í undankeppninni með markatölunni 48-1. Nicoline Sørensen kom Dönum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í kvöld. Tíu mínútum síðar hafði Nadia Nadim tvöfaldað forystu Dana og staðan 2-0 þangað til að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Nadim bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Danmerkur strax í upphafi síðari hálfleiks og tryggði þar með sigurinn, eða svo gott sem. Valentina Giacinti minnkaði muninn en nær komst ítalska liðið ekki. Lokatölur því 3-1 eins og áður sagði. Var sum sé mark Ítalíu fyrsta markið sem Danmörk fær á sig í undankeppninni. Danmörk því, líkt og Noregur, komið á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er komið á Evrópumótið í knattspyrnu sem fram fer næsta sumar eftir 1-0 útisigur gegn Wales í dag. Danska landsliðið vann 3-1 sigur á Ítalíu ytra og er því einnig komið með farseðilinn á EM næsta sumar. Bæði lið eru með fullt hús stiga og þá hafa þau aðeins fengið á sig eitt mark hvort. María Þórisdóttir og stöllu hennar í norska landsliðinu heimsóttu Wales í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Frida Maanum sem skoraði eina mark leiksins þegar rúmur klukkutími var liðinn. Lokatölur þar af leiðandi 0-1 og sigurinn Norðmanna í dag. Hefur liðið unnið alla sex leiki sína í undankeppni með markatölunni 34-1. Wales er í 2. sæti og var eina landið sem átti möguleika á að ná norska liðinu. Þar með er það staðfest að Noregur er komið á EM sem fram fer næsta sumar. Úr leik Ítalíu og Danmerkur í dag.Gabriele Maltinti/Getty Images Danmörk er komið með annan fótinn inn á Evrópumótið eftir frábæran 3-1 sigur á Ítalíu í dag. Þarna voru topplið riðilsins að mætast og hefur danska liðið, líkt og Noregur, unnið alla leiki sína til þessa í undankeppninni með markatölunni 48-1. Nicoline Sørensen kom Dönum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í kvöld. Tíu mínútum síðar hafði Nadia Nadim tvöfaldað forystu Dana og staðan 2-0 þangað til að flautað var til loka fyrri hálfleiks. Nadim bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Danmerkur strax í upphafi síðari hálfleiks og tryggði þar með sigurinn, eða svo gott sem. Valentina Giacinti minnkaði muninn en nær komst ítalska liðið ekki. Lokatölur því 3-1 eins og áður sagði. Var sum sé mark Ítalíu fyrsta markið sem Danmörk fær á sig í undankeppninni. Danmörk því, líkt og Noregur, komið á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira