„Vorum of ragar að taka í gikkinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. október 2020 19:42 Jón Þór á hliðarlínunni í fyrri viðureign liðanna. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“ Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari Íslands, sagðist svekktur eftir 2-0 tap íslenska landsliðsins gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2021 sem fer fram í Englandi. Leikurinn var hálfgerður úrslitaleikur um hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í riðlinum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Svíarnir höfðu betur í Gautaborg í kvöld, 2-0. „Fyrstu viðbrögð eru erfið. Þetta var erfiður leikur en mér fannst hugarfarið gott. Eftir við fengum fyrsta markið þá riðlaðist þetta á okkur. Það var högg. Það var enginn ástæða til þess. Auðvitað eftir að horfa á allt saman aftur en við getum komið í veg fyrir þetta í aðdragandanum,“ sagði Jón Þór í samtali við RÚV í leikslok. „Að móti kemur þá spiluðu Svíarnir þetta vel. Þær kláruðu færin vel. Frábært skot í seinni hálfleik. Virkilega vel útfært en mér fannst þetta riðlast eftir fyrsta markið. Við þurftum að taka sénsa og vorum í eltingarleik og skrefi á eftir, eftir fyrsta markið.“ Fyrsta markið sem íslenska liðið fékk á sig var dálítið klaufalegt. Það kom ekki eftir flott sænskt spil heldur dansaði boltinn af höfði Glódísar Perlu fyrir fætur Sofiu Jakobsson sem kláraði færið vel. Fram að því hafði leikurinn verið í járnum. „Ég var virkiega ánægður með byrjunina. Ég var stoltur af stelpunum hvernig þær komu inn í þetta. Síðan tökum við ekki stöðurnar okkar. Hlín átti frábæran kross í upphafi en náðum ekki að klára þær stöður sem við tölum um og það er svekkjandi. Að sama skapi fannst mér við komast í fínar stöður í fyrri hálfleik til þess að komast á bakvið þær.“ „Þær voru hátt uppi með línuna og við vorum of ragar að taka í gikkinn. Við vorum í stöðum til að fara á bakvið en á meðan við gerðum það ekki þá náðu þær halda línunni uppi og halda miðsvæðinu. Eins og í leiknum heima náðum við teygja á því. Það vantaði svo lítið upp á þar og komast þangað fljótt og vel; að þrýsta þeim aftar.“ Íslenska liðið er ekki úr leik því sigrar í tveimur síðustu leikjunum munu að öllum líkindum fleyta íslenska landsliðinu til Englands 2022 þar sem lokakeppnin fer fram. Jón Þór segir að lítið hafi breyst þrátt fyrir tap kvöldsins. „Núna er það næsta verkefni. Það er um mánaðamótin nóvember/desember. Það er sama hvernig þessi leikur hefði farið þá hefðum við þurft vinna þar. Við töluðum um það fyrir þennan endasprett að þetta væri snarpur endasprettur. Þrír úrslitaleikir og við förum þangað til þess að koma okkur til Englands. Það hefur ekkert breyst. Við vonum að það verði hægt að klára íslandsmótið svo við höldum okkur í leikformi milli þessara leikja.“
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37 Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41 Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2022 þegar það sótti Svíþjóð heim. Lokatölur 2-0, Svíum í vil. 27. október 2020 19:37
Svíar lærðu af biturri reynslu í Reykjavík „Við höfum æft okkur fyrir löngu innköstin,“ segir Nathalie Björn, varnarmaður sænska landsliðsins, fyrir leikinn við Ísland í undankeppni EM í fótbolta í dag. 27. október 2020 14:41
Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. 27. október 2020 13:32