Ungu strákarnir sem gætu þurft að redda málunum fyrir Klopp og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 10:01 Rhys Williams kom inn í Liverpool vörnina á móti Midtjylland á Anfield í gær. Hann er bara nítján ára gamall. EPA-EFE/Michael Regan Englandsmeistarar Liverpool eru að ganga í gegnum mikið mótlæti þessa dagana þegar hver lykilmaðurinn á fætur öðrum dettur út í meiðsli eða veikindi. Ástandið er sérstaklega bagalegt í miðvarðarstöðunni. Lykilmaðurinn Virgil van Dijk sleit krossband á móti Everton og Joel Matip hefur heldur ekki spilað með liðinu síðan í þessum rándýra Everton leik þar sem Thiago Alcantara meiddist líka. Enn eitt áfallið varð svo í gær þegar Brasilíumaðurinn Fabinho tognaði í Meistaradeildarleik á móti danska félaginu Midtjylland og þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik. Klopp hafði fært hann af miðjunni niður í vörnina með góðum árangri en þarf nú að leita aðra leiða til að fylla í risastór skarð Virgil van Dijk. Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn í gær að meiðsli Fabinho væri það síðasta sem liðið hans þurfti á að halda í þessum miðvarðarhallæri. Liverpool kaupir ekki nýjan miðvörð fyrr en í fyrsta lagi í janúar og það eru margir mikilvægir leikir framundan. Tomorrow's @DailyMirror back page: Fab... not so fab #tomorrowspaperstoday https://t.co/wxp0ky3Jo3 pic.twitter.com/uSMIcNoIbk— Mirror Football (@MirrorFootball) October 27, 2020 Klopp gæti því þurft að treysta á ungu miðverðina í hópnum en það eru fjórir ungir og efnilegir miðverðir í leikmannahópi Liverpool. Þetta eru þeir Rhys Williams, Sepp van den Berg, Nathaniel Phillips og Billy Koumetio. Það var einmitt Rhys Williams sem kom inn fyrir Fabinho í leiknum á móti Midtjylland í gær.Sky Sports skoðaði nánar þessa fjóra ungu miðverði sem gætu fengið mikla ábyrgð á næstunni. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams lék sinn fyrsta Liverpool leik í september og hefur tekið þátt í nokkrum leikjum á leiktíðinni. Hann var í sigurliði Liverpool í unglingabikarnum árið 2019 og skrifaði undir fimm ára samning fyrr á þessu ári. Rhys Williams hefur talað um það sjálfur að hafa verið að fylgjast vel með Van Dijk til að læra af honum. Williams er á uppleið, hefur fengið tækifærið með aðalliði Liverpool og komst í enska 21 árs landsliðið á dögunum. Sepp van den Berg er átján ára gamall Hollendingur sem Liverpool keypti í fyrrasumar. Hann spilaði samt bara fjóra leiki í fyrrasumar. Þegar Van den Berg kom til Liverpool þá átti Bayern Münhcen einnig að hafa haft áhuga á hinum. Sepp van den Berg spilaði 22 leiki með PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni áður en hann kom til Liverpool. Hann virðist þó vera á eftir Rhys Williams í goggunarröðinni. Það leit út fyrir að hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips væri á leið á lán á dögunum því Middlesbrough, Nottingham Forest og Swansea höfðu öll áhuga á honum. Liverpool ákvað hins vegar að lána hann ekki því liðið þurfti á mönnum að halda sem gætu leyst miðvarðarstöðuna. Phillips var á láni hjá Stuttgart í þýsku b-deildinni í fyrra en Jürgen Klopp kallaði hann til baka í desember þegar Joel Matip, Dejan Lovren og Fabinho meiddust allir á sama tíma. Stuttgart fékk hann þó aftur í janúar. Phillips er ekki í Meistaradeildarhóp Liverpool. "It's exactly the last thing we needed." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 28, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall en það fer ekkert framhjá neinum að það eru margir spenntir fyrir framtíðinni hjá þessum efnilega Frakka. Koumetio skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í ágúst og stóð sig vel með Liverpool liðinu á undirbúningstímabilinu. Koumetio lenti hins vegar í miklum vandræðum í æfingaleik á móti Blackpool skömmu fyrir tímabil og var tekinn af velli í hálfleik. Billy Koumetio er líklega of ungur til að leysa vandræði Liverpool á þessu tímabili en er nafn sem stuðningsmenn Liverpool þurfa að leggja á minnið. Hér má sjá alla umfjöllun Sky Sports um ungu strákana sem gætu leyst miðvarðarstöðuna hjá Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. 28. október 2020 08:00 Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27. október 2020 22:35 Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. 27. október 2020 21:50 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool eru að ganga í gegnum mikið mótlæti þessa dagana þegar hver lykilmaðurinn á fætur öðrum dettur út í meiðsli eða veikindi. Ástandið er sérstaklega bagalegt í miðvarðarstöðunni. Lykilmaðurinn Virgil van Dijk sleit krossband á móti Everton og Joel Matip hefur heldur ekki spilað með liðinu síðan í þessum rándýra Everton leik þar sem Thiago Alcantara meiddist líka. Enn eitt áfallið varð svo í gær þegar Brasilíumaðurinn Fabinho tognaði í Meistaradeildarleik á móti danska félaginu Midtjylland og þurfti að fara af velli eftir aðeins hálftíma leik. Klopp hafði fært hann af miðjunni niður í vörnina með góðum árangri en þarf nú að leita aðra leiða til að fylla í risastór skarð Virgil van Dijk. Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn í gær að meiðsli Fabinho væri það síðasta sem liðið hans þurfti á að halda í þessum miðvarðarhallæri. Liverpool kaupir ekki nýjan miðvörð fyrr en í fyrsta lagi í janúar og það eru margir mikilvægir leikir framundan. Tomorrow's @DailyMirror back page: Fab... not so fab #tomorrowspaperstoday https://t.co/wxp0ky3Jo3 pic.twitter.com/uSMIcNoIbk— Mirror Football (@MirrorFootball) October 27, 2020 Klopp gæti því þurft að treysta á ungu miðverðina í hópnum en það eru fjórir ungir og efnilegir miðverðir í leikmannahópi Liverpool. Þetta eru þeir Rhys Williams, Sepp van den Berg, Nathaniel Phillips og Billy Koumetio. Það var einmitt Rhys Williams sem kom inn fyrir Fabinho í leiknum á móti Midtjylland í gær.Sky Sports skoðaði nánar þessa fjóra ungu miðverði sem gætu fengið mikla ábyrgð á næstunni. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams lék sinn fyrsta Liverpool leik í september og hefur tekið þátt í nokkrum leikjum á leiktíðinni. Hann var í sigurliði Liverpool í unglingabikarnum árið 2019 og skrifaði undir fimm ára samning fyrr á þessu ári. Rhys Williams hefur talað um það sjálfur að hafa verið að fylgjast vel með Van Dijk til að læra af honum. Williams er á uppleið, hefur fengið tækifærið með aðalliði Liverpool og komst í enska 21 árs landsliðið á dögunum. Sepp van den Berg er átján ára gamall Hollendingur sem Liverpool keypti í fyrrasumar. Hann spilaði samt bara fjóra leiki í fyrrasumar. Þegar Van den Berg kom til Liverpool þá átti Bayern Münhcen einnig að hafa haft áhuga á hinum. Sepp van den Berg spilaði 22 leiki með PEC Zwolle í hollensku úrvalsdeildinni áður en hann kom til Liverpool. Hann virðist þó vera á eftir Rhys Williams í goggunarröðinni. Það leit út fyrir að hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips væri á leið á lán á dögunum því Middlesbrough, Nottingham Forest og Swansea höfðu öll áhuga á honum. Liverpool ákvað hins vegar að lána hann ekki því liðið þurfti á mönnum að halda sem gætu leyst miðvarðarstöðuna. Phillips var á láni hjá Stuttgart í þýsku b-deildinni í fyrra en Jürgen Klopp kallaði hann til baka í desember þegar Joel Matip, Dejan Lovren og Fabinho meiddust allir á sama tíma. Stuttgart fékk hann þó aftur í janúar. Phillips er ekki í Meistaradeildarhóp Liverpool. "It's exactly the last thing we needed." — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 28, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall en það fer ekkert framhjá neinum að það eru margir spenntir fyrir framtíðinni hjá þessum efnilega Frakka. Koumetio skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í ágúst og stóð sig vel með Liverpool liðinu á undirbúningstímabilinu. Koumetio lenti hins vegar í miklum vandræðum í æfingaleik á móti Blackpool skömmu fyrir tímabil og var tekinn af velli í hálfleik. Billy Koumetio er líklega of ungur til að leysa vandræði Liverpool á þessu tímabili en er nafn sem stuðningsmenn Liverpool þurfa að leggja á minnið. Hér má sjá alla umfjöllun Sky Sports um ungu strákana sem gætu leyst miðvarðarstöðuna hjá Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. 28. október 2020 08:00 Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27. október 2020 22:35 Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. 27. október 2020 21:50 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Sjá meira
Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. 28. október 2020 08:00
Óhefðbundin aðferð Mikaels við að klæða sig í treyjuna vekur mikla athygli Myndband af íslenska landsliðsmanninum Mikael Neville Anderson að klæða sig í treyju hefur vakið mikla athygli netverja. 27. október 2020 22:35
Liverpool marði Midtjylland | Mikael kom af bekknum Liverpool vann brösugan 2-0 sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mikael Neville Anderson lék 25 mínútur í leik kvöldsins. 27. október 2020 21:50