Manchester United er draumaklúbbur Ísaks en ekki Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson er orðin andlit Norrköping liðsns og er hér að auglýsa keppnistreyju liðsins á Instagram síðu félagsins. Instagram/@ifknorrkoping Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson var tekinn í viðtal hjá sænska blaðinu Expressen eftir síðasta leik Norrköping en á leikinn mætti njósnari frá ensku meisturunum í Liverpool. Ísak Bergmann Jóhannesson er þegar orðinn lykilmaður í liði Norrköping og í íslenska 21 árs landsliðinu þrátt fyrir að vera enn bara sautján ára gamall. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um áhuga stóru liðanna í Evrópu á íslenska miðjumanninum og hafa félög eins og Manchester United, Juventus og Liverpool verið nefnd til sögunnar. Expressen hefur fjallað mikið um áhugann á Ísaki og sagði meðal annars frá njósnara Liverpool á síðasta leik Norrköping. Blaðamaður Express gekk líka á Ísak eftir leikinn og ræddi stöðu mála. Norrköpings supertalang Isak Bergmann Johanesson scoutades av Liverpool men föredrar Manchester United: Det är drömklubben https://t.co/c97DVSLvFN— SportExpressen (@SportExpressen) October 28, 2020 „Það voru stórir klúbbar mættir hingað til að horfa á þig,“ sagði Anel Avdic, blaðamaður Expressen við Ísak eftir leikinn. „Já, hverjir,“ spurði Ísak til baka. „Liverpool en líka fleiri,“ svaraði Avdic. „Það er mjög skemmtilegt en eins og ég hef sagt áður þá er ég bara að einbeita mér að því að tryggja Norrköping sæti í Evrópukeppninni,“ sagði Ísak. Anel Avdic gafst ekki alveg upp og spurði Ísak út í draumaklúbbinn hans í Evrópu. „Manchester United. Svo er IFK Norrköping líka draumaklúbburinn minn. Ég bjó í Manchester þegar ég var barn og horfði á marga leiki þar,“ sagði Ísak. Ísak er fæddur árið 2003 en Jóhannes Karl Guðjónsson faðir hans spilaði sem atvinnumaður með Burnley á árunum 2007 til 2010 og svo með Huddersfield Town frá 2010 til 2012. Bæði Burnley og Huddersfield eru rétt hjá Manchester. „Svo þú ætlar ekki að fara til Liverpool,“ skaut Anel Avdic á hann. „Haha, ég segi ekki neitt um það. Þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær,“ sagði Ísak en sér hann fyrir sér að fara frá Norrköping í vetur. „Þú færð bara leiðinlegt svar en ég er bara að einbeita mér að Norrköping. Það eru fimm leikir eftir og við ætlum að ná Evrópusætinu,“ sagði Ísak. View this post on Instagram Nyhet hos oss! Matchtröja 2020 replica. Finns att köpa i IFK-butiken och på ifkshop.se. #ifknorrköping A post shared by IFK Norrköping (@ifknorrkoping) on Jun 29, 2020 at 11:28pm PDT
Sænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira