„Kerfið er ekki að virka“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 19:20 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“ Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, kveðst ósammála sjávarútvegsráðherra um að kerfið um innheimtu veiðigjalda sé að virka. Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum aukist um tæpa þrjá milljarða á næsta ári, skili tekjur af auðlindinni sér ennþá í allt of litlum mæli til þjóðarinnar að mati þingmannsins. Gert er ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi á næsta ári verði um 7,5 milljarðar á næsta ári, samanborið við 4,8 milljarða áætlaðar tekjur á þessu ári. „Það er auðvitað ánægjulegt að það gangi vel í sjávarútvegi og það skiptir máli fyrir okkur öll. En kerfið er engan veginn að virka þegar þjóðin, sem er eigandi að þessari auðlind er ekki að fá hærri hlutdeild af arðinum,“ sagði Ágúst Ólafur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sjáum að undanfarin ár hafa útgerðarmenn verið að greiða sjálfum sér hærri arð heldur en það sem þjóðin fær í gegnum veiðigjöldin. Við sjáum veiðileyfagjaldið, sem veitir aðgang að einu bestu fiskimiðum jarðar, en fyrir þetta ár það lágt að það er svipað og útvarpsgjaldið og það nær ekki einu sinni að dekka þann kostnað sem ríkið verður fyrir vegna greinarinnar. Þannig að nei, kerfið er ekki að virka. Við þurfum að auka hér hlutdeild þjóðarinnar í okkar megin náttúruauðlind.“ Með breyttum reglum um útreikning veiðigjalds er það nú Skatturinn sem reiknar út gjaldið á grundvelli rekstrarupplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum en ekki pólitískt skipuð nefnd sem áður sá um að gera tillögur til ráðherra um fjárhæð veiðigjalda. Ágúst Ólafur segir engu að síður um pólitíska ákvörðun að ræða. „Þetta er pólitísk ákvörðun vegna þess að þetta byggist á lögum sem þessi ríkisstjórn setti í upphafi kjörtímabilsins. Og við sjáum það að veiðileyfagjöld munu lækka í lok þessa kjörtímabils um einn þriðja. Á sama tíma hefur eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja batnað um 60% á fimm árum. Arðgreiðslurnar sem útgerðarmenn eru að greiða sjálfum sér og fjölskyldum sínum, eru yfir 60 milljarðar á 5 árum. Þannig að jú, þetta er mannanna verk,“ segir Ágúst Ólafur. „Við þurfum bara að gera hér einfaldlega betur og tryggja hér að þjóðin fái aukinn arð af þessari auðlind. Við þurfum svo sannarlega á því að halda. Hér er kallað eftir því að við stöndum saman, velferðarkerfið þarf á því að halda og við hljótum að vera sammála um að hér er hægt að gera betur.“
Sjávarútvegur Alþingi Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira