Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:01 Marcus Rashford fagnar hér einu af þremur mörkum sínum sinn fyrir Manchester United í gærkvöldi með Bruno Fernandes. AP/Dave Thompson Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Það hefur verið í nóg að snúast í baráttunni utan vallar hjá Manchester United manninum Marcus Rashford en hann sýndi líka hæfileika sína innan vallar í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Marcus Rashford skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Manchester United í gærkvöldi þegar hann skoraði þrjú mörk á móti þýska liðinu RB Leipzig í 5-0 sigri á Old Trafford. Rashford kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir United eftir mark frá Mason Greenwood í fyrri hálfleik. Rashford kom Manchester United í 2-0 á 74. mínútu og bætti síðan við mörkum á 78.mínútu og svo á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hann innsiglaði þrennuna sína. Marcus Rashford: Substituted on in the 63rd-minute. Score a hat-trick Pick up the man of the matchIt was a night to remember for the Man Utd striker against RB Leipzig. https://t.co/bV59FCvbbL #bbcfootball pic.twitter.com/Km2TZ9r9vU— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 Þessi afmælisvika varð því enn glæsilegri fyrir þennan 22 ára strák sem verður 23 ára á laugardaginn kemur. Rashford hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós fyrir baráttu sína fyrir ókeypis mat fyrir fátæk skólabörn en stjórnvöld hafa ekki tekið vel í þær hugmyndir hans. Rashford fær hins vegar mikinn stuðning úr samfélaginu og náði að safna milljón undirskriftum í vikunni. Það eru ekki allir sem geta haldið einbeitingu á tveimur stöðum í einu en Marcus Rashford hefur tekist það. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði honum líka fyrir það. „Marcus hefur sýnt okkur það að hann getur haldið einbeitingu á það sem er mikilvægt bæði innan sem utan vallar. Hann gerði mjög vel þegar hann kom inn af bekknum í dag,“ sagði Ole Gunnar. Marcus Rashford var líka ánægður með uppskeru sína eins og sjást á Twitter síðu hans eftir leikinn. Þar skrifaði hann: „3 mörk. 16 mínútur. 1030000 undirskriftir. Get ekki hætt að brosa. Ég hef beðið lengi eftir þessu en vildi bara að stuðningsmennirnir hefði fengið að upplifa þetta með mér.“ 3 goals1 6 minutes1 0 3 0 0 0 0 signaturesCan t stop smiling, I ve waited a long time for that. Just wish the fans were in to experience it with me https://t.co/FvvpO6JYWX#ENDCHILDFOODPOVERTY pic.twitter.com/QJGJxSzTlj— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) October 28, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira