Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti að Alex Telles sé kominn með kórónuveiruna.
Manchester United keypti Alex Telles frá Porto fyrir 15,4 milljónir punda fyrr í þessum mánuði.
Alex Telles var ekki í leikmannahópi í 5-0 sigri á RB Leipzig í Meistaradeildinni á Old Trafford í gærkvöldi og hann missti líka af leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi.
Manchester United left-back Alex Telles has tested positive for coronavirus
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 29, 2020
Solskjær staðfesti að Brasilíumaðurinn hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr smitprófi en norski stjórinn gaf aftur á móti ekki neitt meira upp um stöðuna á leikmanninum.
Paul Pogba er eini leikmaður Manchester United sem hafði fengið kórónuveiruna en hann er fyrir löngu kominn aftur til baka inn á völlinn.
Alex Telles er 27 ára gamall og hefur aðeins náð að spila einn leik síðan að hann kom til United. Hann lék fyrstu 67 mínúturnar í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni.