Ferguson sagði Arnóri að Eiður yrði að beita þrýstingi Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 11:00 Eiður Smári Guðjohnsen fór frá Chelsea til Barcelona og var hluti af einu albesta knattspyrnuliði allra tíma. Getty/Mike Egerton Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Manchester United og Real Madrid höfðu áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen frá Chelsea sumarið 2006, þegar hann gekk á endanum í raðir Barcelona. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, rifjaði upp þessa tíma í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar þar sem hann er nýjasti gesturinn. Eiður hafði verið í sex ár hjá Chelsea og unnið tvo Englandsmeistaratitla undir stjórn Jose Mourinho, þegar hann ákvað að leita annað, þá 27 ára gamall. „Mér fannst svona á liðinu og Mourinho, að núna væri „momentið“ þar sem að Eiður yrði seldur. Ég átti fund með framkvæmdastjóranum Peter Kenyon og hann tekur undir að nú sé rétta momentið bæði fyrir félagið og hann sjálfan til að færa sig um set. Nema, að „þú mátt ekki fara með hann til Manchester United og ekki til Arsenal“. Hann mátti fara allt annað. En svo segir hann við mig; „Real Madrid er búið að biðja okkur um að selja hann ekki áður en þeir fá að bjóða í hann“,“ sagði Arnór. Ástæðan fyrir því að Real Madrid þurfti frest var sú að ekki var búið að velja nýjan forseta hjá félaginu. „Í millitíðinni kemur Barcelona og það var ekkert aftur snúið,“ sagði Arnór, en ekki munaði miklu að Eiður færi á Old Trafford og spilaði undir stjórn sir Alex Ferguson: „Ég talaði meira að segja við Ferguson sem hafði mjög mikinn áhuga á að fá hann. Hann segir við mig; „ef að það á að selja strák eins og Eið þá er ég knúinn til að koma inn í dæmið. En, þú verður algjörlega að sjá um að sú sala geti farið fram. Það er að segja, Eiður verður að hafa þannig þrýsting að fá að fara frá Chelsea til Manchester“,“ sagði Arnór. Ekki fór þó svo að Eiður setti sérstakan þrýsting á Chelsea um að fara til United: „Barcelona kemur inn það skömmu eftir þetta, og það gekk tiltölulega fljótt fyrir sig að klára það,“ sagði Arnór við Sölva. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Þátturinn á Youtube Þátturinn á Spotify
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira