Skoraði rangstöðuþrennu gegn Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 14:43 Álvaro Morata skorar eitt þriggja rangstöðumarka sinna gegn Barcelona. getty/Daniele Badolato Óheppnin elti Álvaro Morata, framherja Juventus, á röndum í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Þrisvar sinnum kom hann boltanum í mark Börsunga en var dæmdur rangstæður í öll þrjú skiptin. Barcelona vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils Meistaradeildarinnar. Juventus er með þrjú stig í 2. sæti riðilsins. Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 14. mínútu. Skömmu síðar hélt Morata að hann hefði jafnað en var dæmdur rangstæður. Spánverjinn kom boltanum aftur í netið eftir hálftíma en aftur fór flagg aðstoðardómarans á loft. Á 55. mínútu skoraði Morata í þriðja sinn en enn og aftur var hann dæmdur rangstæður, nú með hjálp myndbandsdómgæslu. Öll rangstöðumörk Moratas má sjá hér fyrir neðan. Juan Cuadrado átti síðustu sendinguna á Morata í öllum rangstöðumörkunum. Klippa: Rangstöðumörk Morata Lionel Messi gulltryggði sigur Barcelona með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 0-2, Börsungum í vil. Um helgina var einnig dæmt mark af Morata þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Verona í ítölsku úrvalsdeildinni. Um þarsíðustu helgi gerði Juventus 1-1 jafntefli við nýliða Crotone. Morata skoraði mark Juventus og annað til sem var dæmt af. Þá skoraði Morata bæði mörk Juventus í 0-2 sigri á Dynamo Kiev í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Hann hefur alls skorað þrjú mörk á tímabilinu en þau hefðu getað verið mun fleiri. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í kvöld þar sem hann er með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldosjálfum er hann samt við hestaheilsu. 28. október 2020 21:32 Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira
Óheppnin elti Álvaro Morata, framherja Juventus, á röndum í leiknum gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Þrisvar sinnum kom hann boltanum í mark Börsunga en var dæmdur rangstæður í öll þrjú skiptin. Barcelona vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils Meistaradeildarinnar. Juventus er með þrjú stig í 2. sæti riðilsins. Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á 14. mínútu. Skömmu síðar hélt Morata að hann hefði jafnað en var dæmdur rangstæður. Spánverjinn kom boltanum aftur í netið eftir hálftíma en aftur fór flagg aðstoðardómarans á loft. Á 55. mínútu skoraði Morata í þriðja sinn en enn og aftur var hann dæmdur rangstæður, nú með hjálp myndbandsdómgæslu. Öll rangstöðumörk Moratas má sjá hér fyrir neðan. Juan Cuadrado átti síðustu sendinguna á Morata í öllum rangstöðumörkunum. Klippa: Rangstöðumörk Morata Lionel Messi gulltryggði sigur Barcelona með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 0-2, Börsungum í vil. Um helgina var einnig dæmt mark af Morata þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli við Verona í ítölsku úrvalsdeildinni. Um þarsíðustu helgi gerði Juventus 1-1 jafntefli við nýliða Crotone. Morata skoraði mark Juventus og annað til sem var dæmt af. Þá skoraði Morata bæði mörk Juventus í 0-2 sigri á Dynamo Kiev í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Hann hefur alls skorað þrjú mörk á tímabilinu en þau hefðu getað verið mun fleiri.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í kvöld þar sem hann er með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldosjálfum er hann samt við hestaheilsu. 28. október 2020 21:32 Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira
Ronaldo mjög pirraður að vera enn frá Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahóp Juventus í leik þeirra gegn Barcelona í kvöld þar sem hann er með kórónuveiruna. Samkvæmt Ronaldosjálfum er hann samt við hestaheilsu. 28. október 2020 21:32
Barcelona lagði Juventus | Pirlo í vandræðum? Börsungar sóttu sigur til Ítalíu er þeir lögðu Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 2-0 gestunum í vil. 28. október 2020 22:05