„Snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 15:31 Ásgeir Kolbeinsson er mikill sérfræðingur um kvikmyndir. Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Athafnamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn, Ásgeir Kolbeinsson, hefur gert ýmislegt í gegnum tíðina en hann er ef til vill þekktastur fyrir kvikmyndaþáttinn Sjáðu sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 undanfarin ár. Ásgeir mætti í hlaðvarpið Bíóblaður og ræddi við Hafstein Sæmundsson um kvikmyndir í þrjár klukkustundir. Sennilega ekki margir sem horfa á fleiri kvikmyndir á ári en Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með sterkar skoðanir á öllu sem snýr að kvikmyndagerð og kvikmyndum. Saman ræddu þeir um heilan helling í þættinum en meðal annars ræða þeir hversu mikið þeir sakna þess að fara á stórmyndir í bíó en flestöllum stórmyndum hefur verið frestað vegna COVID-19. „Ég er mjög mikið fyrir það að fara í bíó. Þetta er eins og þú segir, fólk er alltaf að tala um bíó og hvort það muni lifa af COVID eða hvort Netflix muni bara taka yfir,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Ég verð alltaf pirraður þegar fólk talar svona af því að það er ekkert það sama að horfa á mynd í bíó eða í tölvunni eða símanum. Þú kemst upp með að horfa á hlaðvörp í hvaða tæki sem er en þegar þú ert kominn með hljóð sem þarf að vera 7.1 Dolby Atmos og hvaðeina, vilt góð myndgæði og svo má ekki gleyma félagslega þættinum, þá er skemmtilegra að fara í bíó.“ Einnig kom til tals hjá þeim hryllingsmyndin Saw og hvernig hún kom skemmtilega á óvart þrátt fyrir að vera sérlega ógeðsleg. „Talandi um Saw, það er geggjað concept. Alveg ógeðslegar myndir en af því að við vorum að tala um persónusköpun, þar ertu með góða tengingu í liðið. Þessi er fáviti og þér er alveg sama þó hann drepist. Þú ert með rosa mikla tengingu þar en á sama tíma ertu að ná að búa til skemmtilegt plott. Þessar myndir snúast að mestu leyti um að bera virðingu fyrir lífinu. Þær fá mann alveg til að hugsa.” Í þættinum ræða þeir einnig hvernig leikstjórinn Christopher Nolan er í hálfgerðri guðatölu hjá Ásgeiri, hvernig Ásgeiri fannst Tenet, hvernig barátta hjá minnihlutahópum í Hollywood hefur gengið, hversu mikilvægt það er að vera með gott hljóð þegar þú horfir á góða bíómynd, hvernig leiklistin hefur þróast í gegnum árin og fleira.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira