Sagnfræðingar biðla til bóksala vegna nasistabókar Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 21:38 Tröllasaga tuttugustu aldarinnar eins og hún kemur fyrir í Bókatíðindum. Sagnfræðingar gagnrýna mjög að henni sé stillt upp sem fræðibók og hvetja bóksala til þess að taka hana ekki í sölu. Bókatíðindi Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“ Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hópur sagnfræðinga og sagnfræðinema hefur skrifað undir áskorun til bóksala þar sem skorað er á þá að taka bókina Tröllasaga tuttugustu aldarinnar ekki í sölu. Þau segja bókina grófa sögufölsun og fasískan áróður, líkt og önnur rit sem afneita Helförinni. Bókin er alræmd en hún kom út árið 1976 og er þar dregið í efa að helför nasista í seinni heimstyrjöldinni hafi átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum undirskriftasöfnunarinnar var hún sett í loftið í dag og er stefnt að afhenda þær á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa yfir hundrað skrifað undir. Bókin var auglýst í Bókatíðindum sem fræðibók, en hún hefur verið bönnuð í Kanda og er X-merkt í Þýskalandi, sem þýðir að ekki megi auglýsa hana með nokkrum hætti. Amazon hefur fjarlægt bókina af sölusíðum sínum bæði í Bandaríkjunum sem og á Bretlandseyjum. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sagði í samtali við Vísi á dögunum að engin ritskoðun ætti sér stað í Bókatíðindum og að hornsteinn bókaútgáfa væri prent- og tjáningarfrelsi. Hann væri þó með því ekki að verja efnistök bókarinnar. „Fasískar áróðursbækur eiga fátt skylt með fræðiritum“ Í áskorun sagnfræðinganna segja þeir óhjákvæmilegt að bókin verði lögð að jöfnu við fræðirit, þar sem henni hafi verið stillt upp við hlið slíkra. Slík uppstilling væri jafnframt vanvirðing við það fræðafólk sem gæfi út bækur þessi jól. „Enn fremur yrði sala bókarinnar, undir því yfirskini að hún sé fræðirit, vatn á myllu gyðingahaturs og fasískra stjórnmálaafla,“ segir í áskoruninni. Þau segja gagnrýni sína ekki snúast um ritskoðun, enda vilji þau ekki banna bókina. Þau séu eingöngu að fara fram á það að bóksalar hafi ekki milligöngu um að „vekja athygli á og dreifa bók sem afneitar einum hörmulegasta atburði tuttugustu aldar.“ „Sala á bókinni myndi stuðla að því að búa til markað og umræðugrundvöll fyrir fasískan áróður á Íslandi sem og styrkja fjárhagslegan bakgrunn slíkra afla. Skoðana- og tjáningarfrelsi tryggir ekki útgefendum nasistaáróðurs skilyrðislausan rétt til að fá bækur sínar seldar í bókabúðum.“
Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira