Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 23:31 Frá Nice í dag. AP/Eric Gaillard Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000.
Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Sjá meira
Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30
Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19
Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila