Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:31 Albert Guðmundsson fagnar öðru marka sinna fyrir AZ Alkmaar á móti Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Getty/Ed van de Pol Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira