Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 19:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50