Lögreglumenn vísuðu vongóðum kylfingum af velli Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:11 Lögreglumenn vísaði kylfingum af Hólmsvelli við Leiru í dag. Myndin er þó frá Korpu, en þar er einnig óheimilt að spila golf líkt og annars staðar. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“ Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“
Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13