Hamilton segir ekkert öruggt með framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2020 07:00 Gæti Lewis Hamilton kallað þetta gott þegar þessu keppnistímabili lýkur? Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton, einn besti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, segir ekki endilega öruggt að hann verði áfram hjá bílaframleiðandanum Mercedes er samningu hans rennur út eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hamilton vann í gær enn einn sigurinn í Formúlu 1. Hann er nú við það að jafna met Michael Schumacher yfir fjölda heimsmeistaratitla. Allt stefnir í sjöunda titil Hamilton sem væri jöfnun á meti þýsku goðsagnarinnar. Þrátt fyrir það segist Hamilton ekki viss um að hann verði enn í Formúlu 1 árið 2021. Mercedes have taken another record away from Ferrari by winning a seventh F1 constructors' championship in a row at Sunday's Emilia-Romagna GP.— Sky Sports (@SkySports) November 1, 2020 Hamilton var spurður út í mögulegt brotthvarf Toto Wolff, sá er mikilvægur hlekkur í Mercedes-keðjunni og óvíst hvað gerist fari svo að hann stígi til hliðar. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég verði hérna á næsta ári svo það er ekki beint áhyggjuefni fyrir mig að svo stöddu,“ svaraði Hamilton. „Ég myndi vilja vera hérna áfram á næsta ári en það er ekkert öruggt hvað það varðar. Það er mikið sem heillar mig við eftir lífið. Svo tíminn mun leiða í ljós hvað gerðist,“ sagði heimspekilegur Hamilton eftir kappakstur gærdagsins. Hann á eflaust við lífið eftir Formúlu 1 – það er er hann hættir keppni – frekar en lífið eftir lífið sjálft.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira