Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 09:00 Albert Gudmundsson fagnar einu marka sinna sem liðsfélaga sínum Owen Wijndal í leik AZ Alkmaar og RKC Waalwijk um helgina. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Vikan 25. október til 1. nóvember 2020 er örugglega vika sem íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson gleymir ekki í bráð. Albert Guðmundsson hafði ekki verið í byrjunarliði AZ Alkmaar í mánuð þegar kom að leik AZ Alkmaar um þar síðustu helgi. Nú rétt rúmri viku síðar en hann heldur búinn að sýna mátt sinn og megin. Albert skoraði tvívegis í 3-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur AZ í deildinni eftir fimm jafntefli í fyrstu fimm leikjunum. Albert skoraði þar með tvennu annan leikinn í röð því hann var líka með tvö mörk á móti króatíska liðinu HNK Rijeka í Evrópudeildinni í vikunni. Vikan hófst síðan með marki í 2-2 jafntefli á móti Den Haag í hollensku deildinni á sunnudaginn fyrir viku. Albert skoraði því fimm mörk á einni viku eftir að hafa skorað samtals tvö mörk á fyrstu tveimur mánuðum tímabilsins. Hann hefur nú skorað 7 mörk í 8 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni. Það er ekkert skrýtið að Twitter-síða AZ Alkmaar tali um að hann sé brennandi heitur. On Fire Gudmundsson maakte in zijn laatste drie duels vijf goals.3 Games5 Goals#AZ #azrkc #Eredivisie #AG28 pic.twitter.com/f4sdV97Zkg— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert kom inn í byrjunarliðið á móti Den Haag eftir að hafa fengið aðeins tvær mínútur í Evrópudeildarleik á móti Napoli þremur dögum fyrr. Viku áður hafði Albert verið ónotaður varamaður í deildarleik á móti VVV-Venlo. Albert var í rauninni kominn á eftir hinum nítján ára Myron Boadu í goggunarröðinni þegar Boadu fékk kórónuveiruna. Hann missti af þremur leikjum en kom inn á sem varamaður um helgina. Albert greip hins vegar tækifærið þegar það gafst og það hjálpaði örugglega sjálfstraustinu hans að hafa spilað vel á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í lokaleiknum í síðasta landsleikjaglugga. Albert skoraði reyndar ekki mark í Laugardalnum en stóð sig vel. 90+1. GOOOAAAALLL! Gudmundsson: 3-0! Wijndal#azrkc #coybir pic.twitter.com/03UlKyNGsq— AZ (@AZAlkmaar) November 1, 2020 Albert hefur skorað sjö mörk á leiktíðinni á 509 mínútum sem þýðir að hann hefur skorað mark á 73 mínútna fresti sem er frábær tölfræði. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk hefur svolítið beðið eftir því að Albert springi út og vonandi hefur hann unnið sér inn reynslu og andlegan styrk til að byggja ofan á þessa viku og bæta við. Næst á dagskrá er Evrópudeildarleikur á móti Real Sociedad í Baskalöndum á fimmtudaginn kemur.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson þakkaði félögum sínum fyrir góðar stoðsendingar í viðtali eftir flotta frammistöðu sína í gær. 30. október 2020 09:31
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54