Datt ekki í hug að áfengi væri skilgreint sem matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:34 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira