Gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 15:31 Ole Gunnar Solskjær ásamt sonum sínum, Noah og Elijah, eftir æfingaleik Manchester United og Kristiansund í fyrra. Noah Solskjær kom inn á fyrir Kristiansund gegn liði föðursins. getty/Trond Tandberg Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel. Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel.
Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01
„Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31
Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31
Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30