Gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2020 15:31 Ole Gunnar Solskjær ásamt sonum sínum, Noah og Elijah, eftir æfingaleik Manchester United og Kristiansund í fyrra. Noah Solskjær kom inn á fyrir Kristiansund gegn liði föðursins. getty/Trond Tandberg Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel. Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Þótt strákarnir hans Ole Gunnars Solskjær í Manchester United hafi tapað fyrir Arsenal, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni var gærdagurinn ekki alslæmur fyrir Solskjær-fjölskylduna. Elsti sonur Solskjærs, Noah, lék nefnilega sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í gær. Hann kom inn á sem varamaður þegar Kristiansund tapaði fyrir toppliði Bodø/Glimt, 2-3, á heimavelli. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp sigurmark liðsins. Noah kom inn á undir lokin og var næstum því búinn að leggja upp mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Noah hefur verið hjá Kristiansund síðan 2014. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar Kristiansund mætti United í æfingaleik síðasta sumar. Lið föður hans hafði betur, 0-1, með marki Juans Mata. Ole Gunnar er frá Kristiansund og hóf ferilinn með Clausenengen þar í borg. Kristiansund BK, felagið sem Noah leikur með, varð til við samruna Kristiansund FK og Clausenengen 2003. Kristiansund er í 6. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Noah fæddist 8. júní 2000 og er því tvítugur að aldri. Hann er elsta barn Ole Gunnars og Silje Solskjær. Hann á yngri bróður, Elijah, og systur, Karna, sem er í unglingaliði United. Noah er örvfættur miðjumaður sem þykir búa yfir góðri tækni og lesa leikinn vel.
Norski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01 „Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31 Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31 Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Sjá meira
Pogba fengið á sig þrjú víti í síðustu sex leikjum í byrjunarliði Í síðustu sex leikjum sínum í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefur Paul Pogba fengið á sig þrjár vítaspyrnur. Hann hefur hins vegar ekki komið með beinum hætti að marki í þessum sex deildarleikjum. 2. nóvember 2020 11:01
„Kannski var ég þreyttur og þess vegna gerði ég þessi heimskulegu mistök“ Paul Pogba viðurkenndi mistök sín eftir leik Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. 2. nóvember 2020 08:31
Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“ Roy Keane dró hvergi af í gagnrýni sinni á sitt gamla lið eftir tap þess fyrir Arsenal í gær. 2. nóvember 2020 07:31
Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. 1. nóvember 2020 18:30