Biður presta að bjóða skólunum húsnæði kirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 17:07 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram. Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram.
Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira