Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Sylvía Hall og Samúel Karl Ólason skrifa 2. nóvember 2020 20:07 Íbúar hafa birt myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem skothvellirnir heyrast greinilega. Twitter Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í Vín, höfuðborg Austurríkis, eftir skotárás þar í borg. Í frétt austurríska dagblaðsins Kleine Zeitung segir að nokkrir séu látnir og einn lögregluþjónn sé alvarlega særður, en upplýsingar eru enn á reiki. Fjölmiðlar ytra tala um að í það minnsta sjö séu látin. Einn árásarmaður hefur verið handtekinn og eru nokkrir sagðir á kreiki. Þá bárust sömuleiðis fregnir af gíslatöku í borginni, en það hefur að mestu verið dregið til baka. Uppfært klukkan 21:30: Lögreglan í Vín staðfestir að aðgerðir séu yfirstandandi á sex stöðum í borginni. Einn sé látinn í árásunum, þónokkrir særðir alvarlega og þar af einn lögreglumaður. Þá hafi lögregla skotið einn árásarmann til bana en margir séu að verki, vopnaðir rifflum. Was wir bislang bestätigen können:*Gegen 20:00 Uhr Schüsse ausgehend vom Bereich Seitenstettengasse*Mehrere Täter mit Langwaffen (Gewehr)*dzt. insg. 6 Tatorte* 1 Todesopfer, mehrere schwer Verletzte, darunter ein Polizist*1 Täter von Polizei erschossen #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Uppfært klukkan 22:25: Lögreglan í Vínarborg sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem kemur fram að árásin standi enn yfir. Fólk er beðið um að halda sig heima og þeir sem eru utandyra eru beðnir um að leita skjóls. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Still active: Stay at home! If you're on the Streets, take shelter! Keep away from public places, don't use public Transportation! #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Hér að neðan má sjá fyrri fregnir af málinu: Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hann sagði grun lögreglu vera að árásarmennirnir væru nokkrir. Lögreglumenn eru sagðir hafa elt árásarmennina víða um borgina. Almenningssamgöngum hefur verið lokað. Almenningur hefur birt myndbönd þar sem miklir skothvellir heyrast. Lögregla hefur þó biðlað til fólks að birta ekki myndbönd og myndir af aðgerðunum sem standa yfir. Another video of the #Vienna shooting in Austria as the perpetrator is still on the run. Austrian Interior Ministry requests people to stay indoors and avoid the area as a major police operation is underway after terrorist attack on a Jewish Synagogue. pic.twitter.com/W4nZwZHKTs— Aditya Raj Kaul (@AdityaRajKaul) November 2, 2020 „Það er stór lögregluaðgerð í gangi á fyrsta svæði í Vín (nærri miðborg). Lögreglumenn eru á vettvangi og fylgjast með stöðunni. Við munum upplýsa ykkur um stöðu mála,“ segir í fyrstu færslu um aðgerðirnar. Í nýjustu færslu er fólk beðið um að halda sig fjarri almenningsstöðum og almenningssamgöngum. Þá ítrekar lögregla að fólk birti ekki myndefni frá aðgerðum lögreglu. Shots fired in the Inner City district - there are persons injured - KEEP AWAY from all public places or public Transport - don't share any Videos or Fotos!— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Ekki liggur fyrir hvort árásin hafi beinst að bænahúsinu sjálfu eða bar nærri. Vitni segjast hafa heyrt skothríð standa yfir í nokkurn tíma. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi þar sem skothvellirnir heyrast greinilega. BREAKING: Active shooter at or near synagogue in Vienna, Austria; reports of casualties pic.twitter.com/GmNLJWl6i2— BNO News (@BNONews) November 2, 2020 Uppfært 20:22: Formaður félags gyðinga í Vín segir bænahúsið hafa verið lokað á þeim tíma sem árásin hófst. Því hafi ólíklega verið um árás á bænahúsið sjálft að ræða. Ob der Stadttempel eines der Ziele war, kann derzeit nicht gesagt werden. Fest steht allerdings, dass sowohl die Synagoge in der Seitenstettengasse als auch das Bürogebäude an der selben Adresse zum Zeitpunkt der ersten Schüsse nicht mehr in Betrieb und geschlossen waren. 1/— Oskar Deutsch (@DeutschOskar) November 2, 2020 Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila verið kallaður á vettvang. Þá er fullyrt að einn árásarmaður hafi fallið í aðgerðum lögreglu en hinna sé enn leitað. HAPPENING NOW - Terror attack in #Austria. Tens of emergency units have arrived in the city center of #Vienna. At least 7 dead, many more injured. One terrorist dead, one detained, multiple still at large.pic.twitter.com/1S5BWpplb3— Disclose.tv 🚨 (@disclosetv) November 2, 2020 Uppfært 20:38: Austurrískir fjölmiðlar segja að sjö séu látin í árásinni. Þá er einnig fullyrt að einn hafi verið handtekinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í Vín, höfuðborg Austurríkis, eftir skotárás þar í borg. Í frétt austurríska dagblaðsins Kleine Zeitung segir að nokkrir séu látnir og einn lögregluþjónn sé alvarlega særður, en upplýsingar eru enn á reiki. Fjölmiðlar ytra tala um að í það minnsta sjö séu látin. Einn árásarmaður hefur verið handtekinn og eru nokkrir sagðir á kreiki. Þá bárust sömuleiðis fregnir af gíslatöku í borginni, en það hefur að mestu verið dregið til baka. Uppfært klukkan 21:30: Lögreglan í Vín staðfestir að aðgerðir séu yfirstandandi á sex stöðum í borginni. Einn sé látinn í árásunum, þónokkrir særðir alvarlega og þar af einn lögreglumaður. Þá hafi lögregla skotið einn árásarmann til bana en margir séu að verki, vopnaðir rifflum. Was wir bislang bestätigen können:*Gegen 20:00 Uhr Schüsse ausgehend vom Bereich Seitenstettengasse*Mehrere Täter mit Langwaffen (Gewehr)*dzt. insg. 6 Tatorte* 1 Todesopfer, mehrere schwer Verletzte, darunter ein Polizist*1 Täter von Polizei erschossen #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Uppfært klukkan 22:25: Lögreglan í Vínarborg sendi frá sér tilkynningu nú fyrir skömmu þar sem kemur fram að árásin standi enn yfir. Fólk er beðið um að halda sig heima og þeir sem eru utandyra eru beðnir um að leita skjóls. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Still active: Stay at home! If you're on the Streets, take shelter! Keep away from public places, don't use public Transportation! #0211w— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Hér að neðan má sjá fyrri fregnir af málinu: Innanríkisráðherra landsins segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hann sagði grun lögreglu vera að árásarmennirnir væru nokkrir. Lögreglumenn eru sagðir hafa elt árásarmennina víða um borgina. Almenningssamgöngum hefur verið lokað. Almenningur hefur birt myndbönd þar sem miklir skothvellir heyrast. Lögregla hefur þó biðlað til fólks að birta ekki myndbönd og myndir af aðgerðunum sem standa yfir. Another video of the #Vienna shooting in Austria as the perpetrator is still on the run. Austrian Interior Ministry requests people to stay indoors and avoid the area as a major police operation is underway after terrorist attack on a Jewish Synagogue. pic.twitter.com/W4nZwZHKTs— Aditya Raj Kaul (@AdityaRajKaul) November 2, 2020 „Það er stór lögregluaðgerð í gangi á fyrsta svæði í Vín (nærri miðborg). Lögreglumenn eru á vettvangi og fylgjast með stöðunni. Við munum upplýsa ykkur um stöðu mála,“ segir í fyrstu færslu um aðgerðirnar. Í nýjustu færslu er fólk beðið um að halda sig fjarri almenningsstöðum og almenningssamgöngum. Þá ítrekar lögregla að fólk birti ekki myndefni frá aðgerðum lögreglu. Shots fired in the Inner City district - there are persons injured - KEEP AWAY from all public places or public Transport - don't share any Videos or Fotos!— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 2, 2020 Ekki liggur fyrir hvort árásin hafi beinst að bænahúsinu sjálfu eða bar nærri. Vitni segjast hafa heyrt skothríð standa yfir í nokkurn tíma. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi þar sem skothvellirnir heyrast greinilega. BREAKING: Active shooter at or near synagogue in Vienna, Austria; reports of casualties pic.twitter.com/GmNLJWl6i2— BNO News (@BNONews) November 2, 2020 Uppfært 20:22: Formaður félags gyðinga í Vín segir bænahúsið hafa verið lokað á þeim tíma sem árásin hófst. Því hafi ólíklega verið um árás á bænahúsið sjálft að ræða. Ob der Stadttempel eines der Ziele war, kann derzeit nicht gesagt werden. Fest steht allerdings, dass sowohl die Synagoge in der Seitenstettengasse als auch das Bürogebäude an der selben Adresse zum Zeitpunkt der ersten Schüsse nicht mehr in Betrieb und geschlossen waren. 1/— Oskar Deutsch (@DeutschOskar) November 2, 2020 Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila verið kallaður á vettvang. Þá er fullyrt að einn árásarmaður hafi fallið í aðgerðum lögreglu en hinna sé enn leitað. HAPPENING NOW - Terror attack in #Austria. Tens of emergency units have arrived in the city center of #Vienna. At least 7 dead, many more injured. One terrorist dead, one detained, multiple still at large.pic.twitter.com/1S5BWpplb3— Disclose.tv 🚨 (@disclosetv) November 2, 2020 Uppfært 20:38: Austurrískir fjölmiðlar segja að sjö séu látin í árásinni. Þá er einnig fullyrt að einn hafi verið handtekinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira