Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 06:35 Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, létust í hryðjaverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. Frá þessu greinir AP-fréttastofan og hefur eftir heimildarmanni innan úr austurríska stjórnkerfinu. Austurríska ríkisstjórnin hefur staðfest þetta. Einn af árásarmönnunum var skotinn til bana af lögreglu. Yfirvöld hvetja íbúa Vínarborgar til að halda sig heima í dag. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina sem lýst er sem skotárás á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. Sjö eru í lífshættu. Fyrst hófst skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Á blaðamannafundinum í morgun kom fram að lögregluna gruni að fleiri en einn árásarmaður hafi verið að verki og leita nú að minnsta kosti að einum öðrum sem grunaður er um aðild að árásinni. As of 06:30 am, this is what we can confirm towards the assault in Vienna's inner city district: #0211w pic.twitter.com/AIzIovFyKh— POLIZEI WIEN (@LPDWien) November 3, 2020 Árásarmaðurinn sem lögregla skaut til bana var með riffil og fleiri byssur á sér auk þess sem hann var með poka af skotum og sprengjubelti. Í ljós hefur komið að beltið var ekki alvöru sprengjubelti. Á fundinum gátu yfirvöld ekki staðfest að árásin væri andgyðingleg en talið er að árásarmaðurinn sem lögregla skaut hafi verið íslamskur öfgamaður og hafi tengst Íslamska ríkinu. Húsleit hefur verið gerð á heimili mannsins en á blaðamannafundinum var ekki farið nánar út í það hvað fannst við leitina. Þá hefur lögreglan til rannsóknar meira en 20 þúsund myndskeið af árásinni sem borist hafa frá almenningi. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði á blaðamannafundinum að Austurríki væri lýðræði sem mótað væri af tjáningarfrelsinu og umburðarlyndi. „Árásin í gær er árás á þessi gildi og ófullkomin tilraun til þess að sundra okkur. Við munum ekki láta þetta líðast. Það verða afleiðingar,“ sagði Nehammer á fundinum í morgun. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkutímum áður en hertar samkomutakmarkanir vegna vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Austurríki. Á miðnætti tók gildi útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex á morgnana. Gærkvöldið var því síðasta kvöldið í að minnsta kosti fjórar vikur sem íbúar Vínar gátu farið út á götur borgarinnar að kvöldi til. Það var því fjöldi fólks á ferðinni í miðborginni þegar árásin var gerð. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi Austurríkismönnum samúðarkveðjur í færslu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. Shocked by the horrific attacks in #Vienna. Our thoughts are with the victims and their families. We stand in solidarity with the people of #Austria and condemn these apparent terrorist attacks. Freedom and democracy must and will prevail. @MFA_Austria FM #Schallenberg— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) November 2, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 09:21.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira