Nýr fræðsluvefur UN Women um loftslagsbreytingar Heimsljós 3. nóvember 2020 10:23 UNWomen Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur opnað nýjan fræðsluvef og gagnvirka spurningakönnun þar sem hver og einn getur kannað þekkingu sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á konur og stúlkur. UN Women fékk styrk úr Loftslagssjóði til verkefnisins. „Fljótt á litið virðist jafnrétti kynjanna hafa lítið sem ekkert að gera með loftslagsbreytingar af manna völdum, en staðreyndin er sú að þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni,“ segir í kynningu á fræðsluvefnum. Þar segir að útrýming fátæktar og menntun kvenna sé grunnforsenda þess að hægt sé að snúa við þeirri skelfilegu þróun sem áhrif loftslagsbreytinga hafa í för með sér. Sé ekki tekið mið af þessum veigamiklu þáttum, dugi aðrar framfarir á sviði loftslagsmála ekki til. „Byrja þarf á byrjuninni og veita öllum kynjum öll þau réttindi sem aðeins helmingur mannkyns hefur haft frá örófi alda.“ Síðan segir: „Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja. Eftir því sem skóglendi, ræktarlöndum og öðrum náttúruauðlindum sem veita fólki lífsviðurværi fækkar eykst samkeppnin um auðlindirnar. Skorturinn ýtir undir átök, en í dag búa tveir milljarðar jarðarbúa við ófrið í stríðshrjáðum löndum. Aldrei hafa jafn margar manneskjur verið á flótta en 80 milljónir hafa flúið heimili sín, þar af 80% þeirra vegna náttúruhamfara, fæðuskorts og hungurs. Vegna bágrar stöðu og skertra réttinda kvenna eru konur 70% þeirra sem búa við sárafátækt í heiminum. Úttektir og rannsóknir UN Women tala sínu máli." 1 af hverjum 5 konum á flótta hafa þurft að þola kynferðisofbeldi Konur eru allt að 14 sinnum líklegri til að deyja af völdum náttúruhamfara en karlar Stúlkur á hamfarasvæðum eru rúmlega helmingi líklegri til að detta úr námi og enn eru 32 milljónir stúlkna ekki í skóla Konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur í neyð. Þau sem vilja læra meira um áhrif loftslagsbreytinga á konur og stúlkur eru hvött til að taka prófið á nýja vefnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent
Landsnefnd UN Women á Íslandi hefur opnað nýjan fræðsluvef og gagnvirka spurningakönnun þar sem hver og einn getur kannað þekkingu sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á konur og stúlkur. UN Women fékk styrk úr Loftslagssjóði til verkefnisins. „Fljótt á litið virðist jafnrétti kynjanna hafa lítið sem ekkert að gera með loftslagsbreytingar af manna völdum, en staðreyndin er sú að þær bitna á okkur á ólíkan hátt eftir því hvar við búum, stöðu okkar og kyni,“ segir í kynningu á fræðsluvefnum. Þar segir að útrýming fátæktar og menntun kvenna sé grunnforsenda þess að hægt sé að snúa við þeirri skelfilegu þróun sem áhrif loftslagsbreytinga hafa í för með sér. Sé ekki tekið mið af þessum veigamiklu þáttum, dugi aðrar framfarir á sviði loftslagsmála ekki til. „Byrja þarf á byrjuninni og veita öllum kynjum öll þau réttindi sem aðeins helmingur mannkyns hefur haft frá örófi alda.“ Síðan segir: „Ljóst er að loftslagsbreytingar hafa meiri áhrif á líf þeirra sem búa í fátækari ríkjum heims en þeirra sem búa til dæmis á Íslandi. Það sem meira er, þær hafa ríkari áhrif á líf kvenna en karla, sérstaklega þeirra sem búa á dreifbýlum svæðum fátækari ríkja. Eftir því sem skóglendi, ræktarlöndum og öðrum náttúruauðlindum sem veita fólki lífsviðurværi fækkar eykst samkeppnin um auðlindirnar. Skorturinn ýtir undir átök, en í dag búa tveir milljarðar jarðarbúa við ófrið í stríðshrjáðum löndum. Aldrei hafa jafn margar manneskjur verið á flótta en 80 milljónir hafa flúið heimili sín, þar af 80% þeirra vegna náttúruhamfara, fæðuskorts og hungurs. Vegna bágrar stöðu og skertra réttinda kvenna eru konur 70% þeirra sem búa við sárafátækt í heiminum. Úttektir og rannsóknir UN Women tala sínu máli." 1 af hverjum 5 konum á flótta hafa þurft að þola kynferðisofbeldi Konur eru allt að 14 sinnum líklegri til að deyja af völdum náttúruhamfara en karlar Stúlkur á hamfarasvæðum eru rúmlega helmingi líklegri til að detta úr námi og enn eru 32 milljónir stúlkna ekki í skóla Konum er yfirleitt haldið utan við ákvarðanatökur í neyð. Þau sem vilja læra meira um áhrif loftslagsbreytinga á konur og stúlkur eru hvött til að taka prófið á nýja vefnum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent