„Skilinn eftir í þessari íbúð til að rotna og deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 10:30 Rán sá um föður sinn í heil fjögur ár. Fyrir rúmum sex árum fékk Rán Péturs Bjargardóttir símtal frá föður sínum. Hún hafði þá ekki heyrt í honum árum saman, en hann var fíkill sem háði baráttu við geðklofa. Hann bað hana að annast sig sem hún gerði nær allan sólarhringinn næstu fjögur árin. Rán segir úrræðaleysið í kerfinu algjört þegar kemur að geðsjúkum með fíknivanda og kallar eftir aðgerðum í þeim efnum. Saga þeirra feðgina er nokkuð sérstök en foreldrar Ránar voru saman fyrstu tvö æviár hennar og eftir það umgekkst hún föður sinn til um sex ára aldurs. „Svo er það eiginlega orðið hættulegt fyrir mig að vera hjá honum og hann í tygi við fólk í neyslu og einhvern tímann sótti mamma mig og hann var bara á sófanum og ekki hægt að tala við hann,“ segir Rán og heldur áfram. „Ég held að það hafi verið sirka þá að hún stöðvaði það að ég færi meira til hans og ég hitti hann ekkert í mörg ár.“ Rán segist þó eiga góðar minningar frá þessum samverustundum með föður sínum en þau feðginin eyddu til að mynda löngum stundum í myrkrakompu að framkalla ljósmyndir þar sem einkadóttirin var oftar en ekki myndefnið. Rán starfar sjálf sem ljósmyndari í dag. Hún segist lítið hafa vitað um föður sinn eða aðstæður hans allt fram á unglingsár en þá fann hún hjá sér þörf til að finna hann og kynnast honum. Hún segir að það hafi verið áfall að sjá hverjar aðstæður hans voru. „Ég man t.d. einu sinni þegar ég bankaði upp á og var þá nýkomin með bílpróf og hafði þá ekki hitt hann í mörg ár. Hann var voðalega glaður að sjá mig og var alltaf glaður að sjá mig. Hann bauð mér inn í kaffi en hellti aldrei neitt upp á og fannst aldrei neitt athugavert við það að sprauta sig og gerði það bara fyrir framan mig.“ Árin liðu og samband þeirra feðgina var lítið sem ekkert þar til dag einn árið 2014 að hann hringdi og bað Rán að hitta sig. „Við förum til hans ég og bróðir minn og þá tilkynnir hann okkur það að hann sé með nýrnabilun á lokastigi og hvort ég væri til í að hjálpa sér. Og einhvern veginn án þess að hugsa og án þess að hika þá bara sagði ég já.“ Næstu árin var Rán með föður sinn undir sínum verndarvæng. Vegna nýrnabilunarinnar átti hann að mæta í blóðskilun annan hvern dag í fjóra tíma í senn til að halda lífi. „Svo var hann það veikur á geði að hann hætti bara að nenna að mæta og vildi kannski bara vera í tvo tíma í vélinni og vildi ekki fara alveg annan hvern dag og það var rosalega erfitt að hjálpa honum því hann gerði sér ekki alveg grein fyrir hvað hann þyrfti að gera til að hann stæði í fæturna.“ Bróðir Ránar, samfeðra, hjálpaði þegar kom að því að mála fyrir föður hennar og annað í þeim dúr og föðursystur hennar hljóp undir bagga þegar Rán þurfti hvíld. Þegar hún byrjaði að annast föður sinn bjó hann í leiguíbúð á Grettisgötu sem hann missti. Þá tók við mikil leit að húsnæði og eftir að hafa sótt ítrekað um félagslega íbúð án árangurs var honum komið fyrir á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Rán segir að það hafi verið skrýtið að mynda tengsl við föður sinn á þessum tíma. „Svo er honum bolað þaðan út, eðlilega því hann olli usla þar og óþægindum fyrir aðra íbúa. Það hentaði auðvitað ekki fyrir neinn að hafa hann þarna en þarna var hann settur. Þá er hann settur í félagsíbúð á Njálsgötu sem var bara svona samansafn af fólki sem enginn vissi hvað átti að gera við, upp á annarri hæð og allt í góðu. Svo kemur í ljós þessi æðakölkun og hann missir annan fótinn. Þá er hann bara settur aftur upp á aðra hæð og enginn lyfta. Hann komst aldrei út. Hann sem hann fór, t.d. í skilunarmeðferðina, þurfti sjúkrabíll að koma með tilheyrandi kostnaði fyrir hvert far. Ég gat ekki farið með hann út í labbitúr, hann bara var þar. Hann var í rauninni skilinn eftir í þessari íbúð til að rotna og deyja, það er bara þannig.“ Rán segir að það hafi verið sérstakt að mynda tengsl við föður sinn eftir að hún varð fullorðin. Þau feðginin voru að mörgu leyti lík og hún segir að henni hafi þótt það skemmtilegt þar sem hún líktist ekki mörgum móðurmegin. „Auðvitað er þetta erfitt, að horfa upp á foreldrið sitt og kynnast því hvernig líf hans hefur alltaf verið. Meðan ég hafði það gott var hann að kveljast í þessari holu og í neyslu og fólk að fara illa með hann, aðrir neyslufélagar. Það er verið að stela af honum og verið að lemja hann. Það var hræðilegt,“ segir Rán. „Hann yfirtók líf mitt í fjögur ár. Það bitnaði á fjölskyldunni minni, vinnunni minni en ég hafði það ekki í mér að yfirgefa hann. Það voru einhver tengsl á milli okkar sem ég get ekki útskýrt. Þetta var ekki auðvelt og á ekki að leggja á neinn,“ segir Rán. Hún segir að hann hafi oft hringt mörgum sinnum í sig á dag og skildi til að mynda ekki af hverju hún gæti ekki komið þegar hún væri að halda barnaafmæli. Hún segist hafa þurft að setja börnin sín inn í málið og þau vissu alltaf að afi Pétur væri veikur. „Hann var æðislegur við þau og yndislegur afi, þannig séð sko. Ég man að það voru allir að segja við mig, hann á ekkert inni hjá þér, af hverju ert þú að leggja þetta á þig? En það var enginn annar og ég hugga mig við það í dag,“ segir Rán. Pétur var mjög veikur og varð að mæta í blóðskilun á spítala annan hvern dag. Hann missti einn fót og var á leiðinni að missa hinn þegar hann lést. Fyrir tveimur árum fékk Rán símtal um að faðir hennar hafi fundist meðvitundarlaus í herberginu sínu. „Ég hafði ekkert heyrt í honum í fimm klukkutíma og mér fannst það skrýtið. En oft ef það var þögn í einhvern tíma reyndi maður að njóta þess. Ég hugsaði mér að ég myndi kíkja á hann í fyrramálið. Svo kom símtalið og þá var búið að fara með hann upp á spítala. Læknarnir tjá okkur að þeir ætla ekki að setja Pétur meira í skilun. Sem þýðir bara eitt. Nýrnaveikt fólk sem fær ekki meðferð, það bara deyr. Hann væri orðinn of veikur til að bjarga honum. Hinn fóturinn væri orðinn sýktur líka af þessari æðakölkun og þeir þyrftu að taka hann líka og líf hans yrði svo sannarlega ekki betra ef þeir myndu halda honum lifandi. En það hefði samt verið hægt, ef hann hefði fengið skilun og rétt úrræði og viðeigandi meðferð þá hefði hann getað lifað lengur. Örugglega ekki góðu lífi og ég er ekki að segja að allt hefði verið í lagi en þeir taka bara þessa ákvörðun um að láta hann deyja. Mér finnst kerfið hafa brugðist pabba mikið öll þessi ár. Ég vil samt taka það fram að allt heilbrigðisstarfsfólk er yndislegt og hjálpuðu honum eins og þau gátu en það voru bara enginn úrræði í boði,“ segir Rán en innslagið má sjá í heild sinni ofar í greininni. Ísland í dag Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fyrir rúmum sex árum fékk Rán Péturs Bjargardóttir símtal frá föður sínum. Hún hafði þá ekki heyrt í honum árum saman, en hann var fíkill sem háði baráttu við geðklofa. Hann bað hana að annast sig sem hún gerði nær allan sólarhringinn næstu fjögur árin. Rán segir úrræðaleysið í kerfinu algjört þegar kemur að geðsjúkum með fíknivanda og kallar eftir aðgerðum í þeim efnum. Saga þeirra feðgina er nokkuð sérstök en foreldrar Ránar voru saman fyrstu tvö æviár hennar og eftir það umgekkst hún föður sinn til um sex ára aldurs. „Svo er það eiginlega orðið hættulegt fyrir mig að vera hjá honum og hann í tygi við fólk í neyslu og einhvern tímann sótti mamma mig og hann var bara á sófanum og ekki hægt að tala við hann,“ segir Rán og heldur áfram. „Ég held að það hafi verið sirka þá að hún stöðvaði það að ég færi meira til hans og ég hitti hann ekkert í mörg ár.“ Rán segist þó eiga góðar minningar frá þessum samverustundum með föður sínum en þau feðginin eyddu til að mynda löngum stundum í myrkrakompu að framkalla ljósmyndir þar sem einkadóttirin var oftar en ekki myndefnið. Rán starfar sjálf sem ljósmyndari í dag. Hún segist lítið hafa vitað um föður sinn eða aðstæður hans allt fram á unglingsár en þá fann hún hjá sér þörf til að finna hann og kynnast honum. Hún segir að það hafi verið áfall að sjá hverjar aðstæður hans voru. „Ég man t.d. einu sinni þegar ég bankaði upp á og var þá nýkomin með bílpróf og hafði þá ekki hitt hann í mörg ár. Hann var voðalega glaður að sjá mig og var alltaf glaður að sjá mig. Hann bauð mér inn í kaffi en hellti aldrei neitt upp á og fannst aldrei neitt athugavert við það að sprauta sig og gerði það bara fyrir framan mig.“ Árin liðu og samband þeirra feðgina var lítið sem ekkert þar til dag einn árið 2014 að hann hringdi og bað Rán að hitta sig. „Við förum til hans ég og bróðir minn og þá tilkynnir hann okkur það að hann sé með nýrnabilun á lokastigi og hvort ég væri til í að hjálpa sér. Og einhvern veginn án þess að hugsa og án þess að hika þá bara sagði ég já.“ Næstu árin var Rán með föður sinn undir sínum verndarvæng. Vegna nýrnabilunarinnar átti hann að mæta í blóðskilun annan hvern dag í fjóra tíma í senn til að halda lífi. „Svo var hann það veikur á geði að hann hætti bara að nenna að mæta og vildi kannski bara vera í tvo tíma í vélinni og vildi ekki fara alveg annan hvern dag og það var rosalega erfitt að hjálpa honum því hann gerði sér ekki alveg grein fyrir hvað hann þyrfti að gera til að hann stæði í fæturna.“ Bróðir Ránar, samfeðra, hjálpaði þegar kom að því að mála fyrir föður hennar og annað í þeim dúr og föðursystur hennar hljóp undir bagga þegar Rán þurfti hvíld. Þegar hún byrjaði að annast föður sinn bjó hann í leiguíbúð á Grettisgötu sem hann missti. Þá tók við mikil leit að húsnæði og eftir að hafa sótt ítrekað um félagslega íbúð án árangurs var honum komið fyrir á hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Rán segir að það hafi verið skrýtið að mynda tengsl við föður sinn á þessum tíma. „Svo er honum bolað þaðan út, eðlilega því hann olli usla þar og óþægindum fyrir aðra íbúa. Það hentaði auðvitað ekki fyrir neinn að hafa hann þarna en þarna var hann settur. Þá er hann settur í félagsíbúð á Njálsgötu sem var bara svona samansafn af fólki sem enginn vissi hvað átti að gera við, upp á annarri hæð og allt í góðu. Svo kemur í ljós þessi æðakölkun og hann missir annan fótinn. Þá er hann bara settur aftur upp á aðra hæð og enginn lyfta. Hann komst aldrei út. Hann sem hann fór, t.d. í skilunarmeðferðina, þurfti sjúkrabíll að koma með tilheyrandi kostnaði fyrir hvert far. Ég gat ekki farið með hann út í labbitúr, hann bara var þar. Hann var í rauninni skilinn eftir í þessari íbúð til að rotna og deyja, það er bara þannig.“ Rán segir að það hafi verið sérstakt að mynda tengsl við föður sinn eftir að hún varð fullorðin. Þau feðginin voru að mörgu leyti lík og hún segir að henni hafi þótt það skemmtilegt þar sem hún líktist ekki mörgum móðurmegin. „Auðvitað er þetta erfitt, að horfa upp á foreldrið sitt og kynnast því hvernig líf hans hefur alltaf verið. Meðan ég hafði það gott var hann að kveljast í þessari holu og í neyslu og fólk að fara illa með hann, aðrir neyslufélagar. Það er verið að stela af honum og verið að lemja hann. Það var hræðilegt,“ segir Rán. „Hann yfirtók líf mitt í fjögur ár. Það bitnaði á fjölskyldunni minni, vinnunni minni en ég hafði það ekki í mér að yfirgefa hann. Það voru einhver tengsl á milli okkar sem ég get ekki útskýrt. Þetta var ekki auðvelt og á ekki að leggja á neinn,“ segir Rán. Hún segir að hann hafi oft hringt mörgum sinnum í sig á dag og skildi til að mynda ekki af hverju hún gæti ekki komið þegar hún væri að halda barnaafmæli. Hún segist hafa þurft að setja börnin sín inn í málið og þau vissu alltaf að afi Pétur væri veikur. „Hann var æðislegur við þau og yndislegur afi, þannig séð sko. Ég man að það voru allir að segja við mig, hann á ekkert inni hjá þér, af hverju ert þú að leggja þetta á þig? En það var enginn annar og ég hugga mig við það í dag,“ segir Rán. Pétur var mjög veikur og varð að mæta í blóðskilun á spítala annan hvern dag. Hann missti einn fót og var á leiðinni að missa hinn þegar hann lést. Fyrir tveimur árum fékk Rán símtal um að faðir hennar hafi fundist meðvitundarlaus í herberginu sínu. „Ég hafði ekkert heyrt í honum í fimm klukkutíma og mér fannst það skrýtið. En oft ef það var þögn í einhvern tíma reyndi maður að njóta þess. Ég hugsaði mér að ég myndi kíkja á hann í fyrramálið. Svo kom símtalið og þá var búið að fara með hann upp á spítala. Læknarnir tjá okkur að þeir ætla ekki að setja Pétur meira í skilun. Sem þýðir bara eitt. Nýrnaveikt fólk sem fær ekki meðferð, það bara deyr. Hann væri orðinn of veikur til að bjarga honum. Hinn fóturinn væri orðinn sýktur líka af þessari æðakölkun og þeir þyrftu að taka hann líka og líf hans yrði svo sannarlega ekki betra ef þeir myndu halda honum lifandi. En það hefði samt verið hægt, ef hann hefði fengið skilun og rétt úrræði og viðeigandi meðferð þá hefði hann getað lifað lengur. Örugglega ekki góðu lífi og ég er ekki að segja að allt hefði verið í lagi en þeir taka bara þessa ákvörðun um að láta hann deyja. Mér finnst kerfið hafa brugðist pabba mikið öll þessi ár. Ég vil samt taka það fram að allt heilbrigðisstarfsfólk er yndislegt og hjálpuðu honum eins og þau gátu en það voru bara enginn úrræði í boði,“ segir Rán en innslagið má sjá í heild sinni ofar í greininni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira