Hryðjuverkastarfsemi hefur ekkert pláss í Íslam Mansoor Ahmad Malik skrifar 3. nóvember 2020 17:01 Fyrir hönd Ahmadiyya-múslimasamfélagsins á Íslandi tjái ég fyrst og fremst okkar megnasta viðbjóð á blóðbaðinu sem framið var í Frakklandi* á undanförnum dögum og vikum. Við stöndum með frönsku þjóðinni og deilum sorg þeirra. Þetta var svívirðileg árás á friðsamlega og saklausa einstaklinga þjóðarinnar og þeir eru í huga okkar og bænum. Við teljum þetta vera ekki bara árás á Frakkland heldur á mannkynið allt og við samhryggjumst fjölskyldum syrgjenda. Alltaf er sorglegt að heyra um andlát einhvers og í hvert skipti sem hryðjuverk eiga sér stað og verða saklausum manneskjum að bana eykst þessi sorg miklu meira, í fyrsta lagi vegna andláts þeirra og í öðru lagi vegna þess að verk þessara brjálæðinga eru ranglega tengd friðsamlegri trú Íslams. Þessir einstaklingar halda því ranglega fram að þeir séu að ‘heiðra’ Íslam og spámann Íslams (friður sé með honum) en í staðinn eru þeir að flekka nafn Íslams og spámannsins og verða allri þjóðinni til skammar. Þetta er ekki það sem Íslam og spámaður Íslams (friður sé með honum) hafa kennt okkur. Ekkert, alls ekkert getur réttlætt verk þessara skrímsla í Frakklandi og við fordæmum þau alfarið. En hins vegar velti ég fyrir mér: þýðir ‘tjáningarfrelsi’ í raun og veru, eða ætti það að þýða, að ég get sagt allt það sem ég vil, hvar sem er og hvenær sem er, án nokkurra takmarkana? Þótt ég trúi á tjáningarfrelsi og nauðsyn þess held ég líka að nauðsynlegt sé að setja takmarkanir til þess að halda friði í samfélaginu. Ég er viss um að kynþáttahatur og andgyðingleg ummæli séu talin óásættanleg á flestum sviðum samfélagsins. Ég er viss um að brugðist sé eins harkalega og hægt er við munnlegu einelti í skólanum eða annars staðar, þar sem það leiðir af sér geðræn vandamál og jafnvel sjálfsmorð. Ættum við að gera grín að öðru fólki og því sem er öðruvísi hjá þeim einfaldlega vegna þess að ekki er ólöglegt að gera það? Myndin af barninu Aylan Kurdi, sem rak á land, liggjandi á grúfu á ströndinni, var ekki óviðeigandi af því að hún var ólögleg. Að mínu mati var hún óviðeigandi af því að hún var siðlaus, ómannúðleg og viðbjóðsleg. Göngum við í alvöru um með því að gera grín og hlæja að andláti barna, meðlima fjölskyldna og nánustu ættingja undir yfirskyni tjáningarfrelsis? Ef ekki, af hverju ekki? Það eru nú einu sinni engar takmarkanir, ekki satt? Samt sem áður ber mér að ítreka einu sinni enn að ekkert, alls ekkert getur réttlætt verknað þessara skrímsla í Frakklandi og við fordæmum þau alfarið. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fullyrti nýlega eftirfarandi eftir að hann var spurður um hvort leyfilegt sé að svívirða eða gera grín að trúarbrögðum eða trúarleiðtogum: „Við munum alltaf vernda tjáningarfrelsi en tjáningarfrelsi er ekki án takmarkana. Okkur ber að sýna öðrum virðingu og forðast að særa að eigin geðþótta eða ónauðsynlega þá sem við deilum samfélagi með og hnetti. Við höfum t.d. ekki rétt til að hrópa eldur í troðfullu leikhúsi, það eru alltaf takmarkanir. Í fjölbreytilegu og virðingarfullu fjölhyggjusamfélagi eins og okkar eigum við það inni hjá okkur sjálfum að gera okkur fulla grein fyrir áhrifum orða og athafna okkar á hina, sérstaklega á þau samfélög og þær þjóðir sem enn verða fyrir miklu misrétti.” Ef við viljum raunverulega stuðla að friði í samfélaginu ættum við þá ekki að reyna að lifa eftir gullnu reglunni sem Jesús og aðrir spámenn (friður sé með þeim) kenndu okkur: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra”? (Matt. 7:12) Það eru og það munu alltaf verða margir fræðimenn á netinu sem gera sér hugmyndir um Íslam og deila þeim, en skoðum aðeins hvernig spámaður Íslams (friður sé með honum) brást sjálfur við svívirðingu, hatri og aðhlátri. Fyrst og fremst er Kóraninn eindregið skýr um þetta og má þar lesa: „Hver sem drepið hefur manneskju…það skal vera eins og hann hafi drepið mannkynið allt…“ (Hinn heilagi Kóran, 5:33) Skoðum nú hvernig hinn heilagi spámaður Muhammad (friður sé með honum) svaraði Abdullah bin Ubayy bin Salul, höfðingja hræsnaranna, sem gerði grín að honum og svívirti hann takmarkalaust. Sonur Abdullahs bin Ubayy, sem var orðinn múslimi, bað um leyfi til að drepa föður sinn vegna þess að hann hafði margsinnis ráðist munnlega á hinn heilaga spámann (friður sé með honum) og misboðið honum með verstu skammaryrðum. En hinn heilagi spámaður (friður sé með honum) bannaði ofbeldisfull viðbrögð og gaf fordæmi um þolinmæði og umburðarlyndi, ekki aðeins fyrir förunauta hans, heldur líka fyrir múslima framtíðarinnar, og sagði: „Ég skal koma fram við föður þinn með samúð og hugulsemi.“ Svar spámanns Íslams sýnir reyndar fram á takmarkalausa ósanngirni þeirra sem grípa til vopna til þess að ‘hefna’ spámanns Íslams (friður sé með honum). Skoðum nú nánara dæmi um miskunnsemi spámannsins gagnvart óvinum sínum sem er líklega óviðjafnanlegt í sögunni. Eftir tilkomu Íslams í Mekku varð litli hópur múslima fyrir talsverðum ofsóknum og var pyntaður verr en hægt er að ímynda sér. Múslimar voru útilokaðir frá samfélaginu, látnir svelta í hel, dregnir eftir vegum Mekku og drepnir grimmilega og miskunnarlaust fyrir framan þeirra nánustu. Eftir að þeir þoldu þessar pyntingar í 13 ár ákváðu þeir að flytja til Medinu. Jafnvel eftir það leyfðu Mekkubúar þeim ekki að lifa í friði. Átta árum síðar komu múslimar sigursælir aftur til Mekku. Þeir höfðu nú yfirhöndina og hefðu getað komið fram hefndum fyrir hvert einasta grimmdarverk sem framið hafði verið gegn þeim áður. Þeir hefðu getað hefnt dauða hvers einasta barns síns, maka, foreldris og nánasta ættingja. En er þetta það sem gerðist? Þvert á móti! Spámaður Íslams kom sigursæll til baka til heimalandsins síns og spurði Mekkubúana eftirfarandi, í stað þess að reyna að hefna sín: „Hvaða refsingu ættuð þið að fá fyrir grimmdarverkin sem þið frömduð gegn þeim sem voru aðeins sekir um að biðja ykkur um að tilbiðja hinn eina Guð?“ Mekkubúarnir svöruðu, „Við búumst við því að þú munir koma fram við okkur eins og Jósef kom fram við afvegaleiddu bræður sína.“ Spámaðurinn Muhammad (friður sé með honum) brosti og svaraði, „Engin sök verður lögð á ykkur í dag. Þið eruð frjáls ferða ykkar.“ Afsökunar var ekki einu sinni krafist. Þetta er fyrirmyndin sem við, sem sannir Múslimar, reynum og eigum að lifa eftir og í ljósi hennar hefur alþjóðlegi leiðtogi Ahmadiyya-múslimasamfélagsins, Hans Heilagleiki Hadhrat Mirza Masroor Ahmad, fullyrt eftirfarandi um morð og hálshöggvun Samuels Paty og um nýlegu árásirnar í Frakklandi: „Morð og hálshöggvun Samuels Paty og árásin í Nice snemma í dag verða að fordæmast alfarið. Svo hörmulegar árásir ganga algjörlega gegn kenningum Íslams. Trú okkar leyfir ekki hryðjuverkastarfsemi eða öfgastefnu í neinum aðstæðum og hver sem heldur öðru fram brýtur gegn kenningum hins heilaga Kórans og einnig gegn hinum drenglynda persónuleika hins heilaga spámanns Íslams (friður sé með honum). Sem alþjóðlegur leiðtogi Ahmadiyya-múslimasamfélagsins votta ég fjölskyldum þeirra sem létu lífið og einnig frönsku þjóðinni okkar dýpstu samúð. Ég tek einnig fram að fordæming okkar og fyrirlitning á þessum árásum er ekkert nýtt, heldur hefur þetta alltaf verið okkar afstaða og viðhorf. Stofnandi Ahmadiyya-múslimasamfélagsins (friður sé með honum) og hans eftirmenn hafa alltaf hafnað eindregið hvers kyns ofbeldi og manndrápum í nafni trúar. Afleiðingar þessa grimmilega verks hafa aukið nánar á togstreitu milli íslamska heimsins og Vesturlanda og einnig milli múslima sem búa í Frakklandi og annarra í samfélaginu. Við teljum þetta uppsprettu dj́úprar hryggðar og að með þessu verði enn frekar grafið undan friði og stöðugleika í heiminum. Við verðum öll að sameinast um að uppræta allar gerðir öfgastefnu og hvetja til gagnkvæms skilnings og umburðarlyndis. Af okkar hálfu munum við í Ahmadiyya-múslimasamfélaginu leggja okkur öll fram í því verkefni að stuðla að betri skilningi á hinum sönnu og friðsamlegu kenningum Íslams í heiminum.” *Á meðan ég var að fara að senda þessa grein til birtingar snemma í morgun frétti ég af hræðilegu atburðunum sem áttu sér stað í Austurríki og í Afganistan í gær. Því langar mig að bæta hér við að við fordæmum líka þessar árásir alfarið. Ég ítreka enn okkar megnasta viðbjóð á þessum grimmdarverkum og votta fjölskyldum syrgjenda samúð okkar. Einnig biðjum við fyrir betri og friðsamlegri heimi í framtíðinni. Höfundur er Ímam & Landsformaður Ahmadiyya Múslimasamfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir hönd Ahmadiyya-múslimasamfélagsins á Íslandi tjái ég fyrst og fremst okkar megnasta viðbjóð á blóðbaðinu sem framið var í Frakklandi* á undanförnum dögum og vikum. Við stöndum með frönsku þjóðinni og deilum sorg þeirra. Þetta var svívirðileg árás á friðsamlega og saklausa einstaklinga þjóðarinnar og þeir eru í huga okkar og bænum. Við teljum þetta vera ekki bara árás á Frakkland heldur á mannkynið allt og við samhryggjumst fjölskyldum syrgjenda. Alltaf er sorglegt að heyra um andlát einhvers og í hvert skipti sem hryðjuverk eiga sér stað og verða saklausum manneskjum að bana eykst þessi sorg miklu meira, í fyrsta lagi vegna andláts þeirra og í öðru lagi vegna þess að verk þessara brjálæðinga eru ranglega tengd friðsamlegri trú Íslams. Þessir einstaklingar halda því ranglega fram að þeir séu að ‘heiðra’ Íslam og spámann Íslams (friður sé með honum) en í staðinn eru þeir að flekka nafn Íslams og spámannsins og verða allri þjóðinni til skammar. Þetta er ekki það sem Íslam og spámaður Íslams (friður sé með honum) hafa kennt okkur. Ekkert, alls ekkert getur réttlætt verk þessara skrímsla í Frakklandi og við fordæmum þau alfarið. En hins vegar velti ég fyrir mér: þýðir ‘tjáningarfrelsi’ í raun og veru, eða ætti það að þýða, að ég get sagt allt það sem ég vil, hvar sem er og hvenær sem er, án nokkurra takmarkana? Þótt ég trúi á tjáningarfrelsi og nauðsyn þess held ég líka að nauðsynlegt sé að setja takmarkanir til þess að halda friði í samfélaginu. Ég er viss um að kynþáttahatur og andgyðingleg ummæli séu talin óásættanleg á flestum sviðum samfélagsins. Ég er viss um að brugðist sé eins harkalega og hægt er við munnlegu einelti í skólanum eða annars staðar, þar sem það leiðir af sér geðræn vandamál og jafnvel sjálfsmorð. Ættum við að gera grín að öðru fólki og því sem er öðruvísi hjá þeim einfaldlega vegna þess að ekki er ólöglegt að gera það? Myndin af barninu Aylan Kurdi, sem rak á land, liggjandi á grúfu á ströndinni, var ekki óviðeigandi af því að hún var ólögleg. Að mínu mati var hún óviðeigandi af því að hún var siðlaus, ómannúðleg og viðbjóðsleg. Göngum við í alvöru um með því að gera grín og hlæja að andláti barna, meðlima fjölskyldna og nánustu ættingja undir yfirskyni tjáningarfrelsis? Ef ekki, af hverju ekki? Það eru nú einu sinni engar takmarkanir, ekki satt? Samt sem áður ber mér að ítreka einu sinni enn að ekkert, alls ekkert getur réttlætt verknað þessara skrímsla í Frakklandi og við fordæmum þau alfarið. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fullyrti nýlega eftirfarandi eftir að hann var spurður um hvort leyfilegt sé að svívirða eða gera grín að trúarbrögðum eða trúarleiðtogum: „Við munum alltaf vernda tjáningarfrelsi en tjáningarfrelsi er ekki án takmarkana. Okkur ber að sýna öðrum virðingu og forðast að særa að eigin geðþótta eða ónauðsynlega þá sem við deilum samfélagi með og hnetti. Við höfum t.d. ekki rétt til að hrópa eldur í troðfullu leikhúsi, það eru alltaf takmarkanir. Í fjölbreytilegu og virðingarfullu fjölhyggjusamfélagi eins og okkar eigum við það inni hjá okkur sjálfum að gera okkur fulla grein fyrir áhrifum orða og athafna okkar á hina, sérstaklega á þau samfélög og þær þjóðir sem enn verða fyrir miklu misrétti.” Ef við viljum raunverulega stuðla að friði í samfélaginu ættum við þá ekki að reyna að lifa eftir gullnu reglunni sem Jesús og aðrir spámenn (friður sé með þeim) kenndu okkur: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra”? (Matt. 7:12) Það eru og það munu alltaf verða margir fræðimenn á netinu sem gera sér hugmyndir um Íslam og deila þeim, en skoðum aðeins hvernig spámaður Íslams (friður sé með honum) brást sjálfur við svívirðingu, hatri og aðhlátri. Fyrst og fremst er Kóraninn eindregið skýr um þetta og má þar lesa: „Hver sem drepið hefur manneskju…það skal vera eins og hann hafi drepið mannkynið allt…“ (Hinn heilagi Kóran, 5:33) Skoðum nú hvernig hinn heilagi spámaður Muhammad (friður sé með honum) svaraði Abdullah bin Ubayy bin Salul, höfðingja hræsnaranna, sem gerði grín að honum og svívirti hann takmarkalaust. Sonur Abdullahs bin Ubayy, sem var orðinn múslimi, bað um leyfi til að drepa föður sinn vegna þess að hann hafði margsinnis ráðist munnlega á hinn heilaga spámann (friður sé með honum) og misboðið honum með verstu skammaryrðum. En hinn heilagi spámaður (friður sé með honum) bannaði ofbeldisfull viðbrögð og gaf fordæmi um þolinmæði og umburðarlyndi, ekki aðeins fyrir förunauta hans, heldur líka fyrir múslima framtíðarinnar, og sagði: „Ég skal koma fram við föður þinn með samúð og hugulsemi.“ Svar spámanns Íslams sýnir reyndar fram á takmarkalausa ósanngirni þeirra sem grípa til vopna til þess að ‘hefna’ spámanns Íslams (friður sé með honum). Skoðum nú nánara dæmi um miskunnsemi spámannsins gagnvart óvinum sínum sem er líklega óviðjafnanlegt í sögunni. Eftir tilkomu Íslams í Mekku varð litli hópur múslima fyrir talsverðum ofsóknum og var pyntaður verr en hægt er að ímynda sér. Múslimar voru útilokaðir frá samfélaginu, látnir svelta í hel, dregnir eftir vegum Mekku og drepnir grimmilega og miskunnarlaust fyrir framan þeirra nánustu. Eftir að þeir þoldu þessar pyntingar í 13 ár ákváðu þeir að flytja til Medinu. Jafnvel eftir það leyfðu Mekkubúar þeim ekki að lifa í friði. Átta árum síðar komu múslimar sigursælir aftur til Mekku. Þeir höfðu nú yfirhöndina og hefðu getað komið fram hefndum fyrir hvert einasta grimmdarverk sem framið hafði verið gegn þeim áður. Þeir hefðu getað hefnt dauða hvers einasta barns síns, maka, foreldris og nánasta ættingja. En er þetta það sem gerðist? Þvert á móti! Spámaður Íslams kom sigursæll til baka til heimalandsins síns og spurði Mekkubúana eftirfarandi, í stað þess að reyna að hefna sín: „Hvaða refsingu ættuð þið að fá fyrir grimmdarverkin sem þið frömduð gegn þeim sem voru aðeins sekir um að biðja ykkur um að tilbiðja hinn eina Guð?“ Mekkubúarnir svöruðu, „Við búumst við því að þú munir koma fram við okkur eins og Jósef kom fram við afvegaleiddu bræður sína.“ Spámaðurinn Muhammad (friður sé með honum) brosti og svaraði, „Engin sök verður lögð á ykkur í dag. Þið eruð frjáls ferða ykkar.“ Afsökunar var ekki einu sinni krafist. Þetta er fyrirmyndin sem við, sem sannir Múslimar, reynum og eigum að lifa eftir og í ljósi hennar hefur alþjóðlegi leiðtogi Ahmadiyya-múslimasamfélagsins, Hans Heilagleiki Hadhrat Mirza Masroor Ahmad, fullyrt eftirfarandi um morð og hálshöggvun Samuels Paty og um nýlegu árásirnar í Frakklandi: „Morð og hálshöggvun Samuels Paty og árásin í Nice snemma í dag verða að fordæmast alfarið. Svo hörmulegar árásir ganga algjörlega gegn kenningum Íslams. Trú okkar leyfir ekki hryðjuverkastarfsemi eða öfgastefnu í neinum aðstæðum og hver sem heldur öðru fram brýtur gegn kenningum hins heilaga Kórans og einnig gegn hinum drenglynda persónuleika hins heilaga spámanns Íslams (friður sé með honum). Sem alþjóðlegur leiðtogi Ahmadiyya-múslimasamfélagsins votta ég fjölskyldum þeirra sem létu lífið og einnig frönsku þjóðinni okkar dýpstu samúð. Ég tek einnig fram að fordæming okkar og fyrirlitning á þessum árásum er ekkert nýtt, heldur hefur þetta alltaf verið okkar afstaða og viðhorf. Stofnandi Ahmadiyya-múslimasamfélagsins (friður sé með honum) og hans eftirmenn hafa alltaf hafnað eindregið hvers kyns ofbeldi og manndrápum í nafni trúar. Afleiðingar þessa grimmilega verks hafa aukið nánar á togstreitu milli íslamska heimsins og Vesturlanda og einnig milli múslima sem búa í Frakklandi og annarra í samfélaginu. Við teljum þetta uppsprettu dj́úprar hryggðar og að með þessu verði enn frekar grafið undan friði og stöðugleika í heiminum. Við verðum öll að sameinast um að uppræta allar gerðir öfgastefnu og hvetja til gagnkvæms skilnings og umburðarlyndis. Af okkar hálfu munum við í Ahmadiyya-múslimasamfélaginu leggja okkur öll fram í því verkefni að stuðla að betri skilningi á hinum sönnu og friðsamlegu kenningum Íslams í heiminum.” *Á meðan ég var að fara að senda þessa grein til birtingar snemma í morgun frétti ég af hræðilegu atburðunum sem áttu sér stað í Austurríki og í Afganistan í gær. Því langar mig að bæta hér við að við fordæmum líka þessar árásir alfarið. Ég ítreka enn okkar megnasta viðbjóð á þessum grimmdarverkum og votta fjölskyldum syrgjenda samúð okkar. Einnig biðjum við fyrir betri og friðsamlegri heimi í framtíðinni. Höfundur er Ímam & Landsformaður Ahmadiyya Múslimasamfélags Íslands
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun